Borðtennisdeild

KR-A leikur til úrslita í Raflandsdeild karla

📁 Borðtennisdeild 🕔19.September 2020
KR-A leikur til úrslita í Raflandsdeild karla

KR-A leikur til úrslita í 1. deild karla, Raflandsdeildinni og mætir þar A-liði Víkings. Þetta var ljóst eftir að KR-ingar slógu út A-lið HK 3-1 í undanúrslitum. Víkingar sigruðu Íslandsmeistara BH 3-1 í hinum undanúrslitunum. Leikið var í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 19. september.

Úrslitaleikirnir fara fram í TBR-húsinu sunnudaginn 20. september og hefjast kl. 11. Áhorfendum er ekki bannað að mæta til leiks en eru hvattir til að horfa á beint streymi frá leikjunum, sem verður á YouTube rás Borðtennissambands Íslands. Leikjunum verður einnig lýst í streyminu. Sjá https://www.youtube.com/channel/UCcefVaOLgt7WwStwEXSBABA/about

KR á ekki lið í úrslitum í 1. deild kvenna í þetta skipti, en langt er síðan það gerðist síðast. A-lið KR tapaði 1-3 fyrir liði BH úr Hafnarfirði, sem leikur til úrslita í 1. deild kvenna í fyrsta skipti. C-lið KR tapaði fyrir Íslandsmeisturum Víkings 1-3 í hinum undanúrslitaleiknum.

Úrslit úr einstökum leikjum (verður bætt við eftir því sem úrslit berast)

1. deild kvenna

Víkingur – KR-C 3-1

 • Lóa Floriansdóttir Zink – Anna Sigurbjörnsdóttir 0-3
 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Guðrún Gestsdóttir 3-1
 • Agnes Brynjarsdóttir/Lóa – Anna/Ásta Urbancic 3-1
 • Stella Karen Kristjánsdóttir – Ásta Urbancic 3-2

BH – KR-A 3-1

 • Sól Kristínardóttir Mixa – Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 3-0
 • Alexía Kristínardóttir Mixa – Þóra Þórisdóttir 0-3
 • Harriet Cardew/Sól – Ársól Clara Arnardóttir/Kristín 3-2
 • Alexía Kristínardóttir Mixa – Ársól Clara Arnardóttir 3-2

1. deild karla

KR-A – HK-A 3-1

 • Ellert Kristján Georgsson – Óskar Agnarsson 1-3
 • Davíð Jónsson – Björn Gunnarsson 3-0
 • Ellert/Pétur Gunnarsson – Óskar/Örn Þórðarson 3-2
 • Davíð Jónsson – Örn Þórðarson 3-0

Víkingur-A – BH-A 3-1

Forsíðumynd af Davíð Jónssyni frá Íslandsmótinu 2019.

Deila þessari grein