Borðtennisdeild

KR-A með fullt hús stiga eftir fyrstu leikjahelgi í Raflandsdeildinni

📁 Borðtennisdeild 🕔01.October 2018
KR-A með fullt hús stiga eftir fyrstu leikjahelgi í Raflandsdeildinni

Fyrsta leikjahelgi í Raflandsdeildinni í borðtennis var 29.-30. september í umsjón Borðtennisdeildar KR og var leikið í Íþróttahúsi Hagaskóla. Leiknar voru tvær umferðir í 1. deild karla og kvenna sem og í 2. deild karla. KR á þrjú lið af sex í 1. deild kvenna og tvö lið af sex í 1. deild karla. Þá taka tvö KR-lið þátt í 2. deild karla.

Íslandsmeistarar KR-A í 1. deild kvenna unnu báða sína leiki gegn KR-B og KR-C en máttu taka á öllu sínu gegn ungum og efnilegum leikmönnum, sérstaklega í B-liðinu. Lauk leiknum með 3-2 sigri A-liðsins í framlengdri oddalotu í oddaleik. Víkingsstúlkur unnu einnig báða sína leiki og eru einnig með 4 stig. KR-B hefur 2 stig eftir sigur á liði Umf. Samherja, þar sem bæði Lóa Floriansdóttir Zink og Þóra Þórisdóttir lögðu Hildi Marín Gísladóttur, sem varð Íslandsmeistari í þeirra aldursflokki sl. vor. C-lið KR er án stiga eftir tvö töp.

Í 1. deild karla vann A-lið KR báða sína leiki og er efst í deildinni ásamt A-liði BH með fjögur stig. Liðið lagði fyrst KR-B og svo A-lið HK 3-2 í hörkuleik.

Í 2. deild karla er KR-C með tvö stig eftir einn leik í A-riðli eftir 3-0 sigur á HK-C en KR-D er án stiga.

Úrslit úr leikjum helgarinnar:

1. deild kvenna, Raflandsdeildin

1. umferð

KR A – KR B 3-2
BH – KR C 3-1
Víkingur – Samherjar 3-0

2. umferð

KR C – KR A 1-3
Samherjar – KR B 1-3
Víkingur – BH 3-0

 

1. deild karla, Raflandsdeildin

1. umferð

KR A – KR B 3-0
HK B – HK A 0-3
BH A – Víkingur A 3-0

2. umferð

Víkingur A – HK B 3-0
HK A- KR A 2-3
KR B – BH A 0-3

2. deild karla

A-riðill

1. umferð

BH B – Víkingur C 3-0
HK C – KR C 0-3
Akur A situr hjá

2. umferð

Víkingur C – HK C 3-0
Akur A – BH B 0-3 (Akur gaf leikinn)
KR C situr hjá

 

B-riðill

1. umferð

ÍFR – Víkingur B 0-3
KR D – Samherjar 2-3
BH C sitja hjá

2. umferð

Víkingur B – KR D 3-0
BH C – ÍFR 3-2
Samherjar sitja hjá

Sjá má úrslit í einstökum leikjum á vef Tournament Software:

Raflandsdeild kvenna: http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=5F6B23C6-A4BF-4DD7-9579-BCBF9F513EEE&draw=2

Raflandsdeild karla: http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=5F6B23C6-A4BF-4DD7-9579-BCBF9F513EEE&draw=1

2. deild, A-riðill: http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=E387B744-38EA-4FDD-86E2-1A37090B6953&draw=3

2. deild, B-riðill: http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=E387B744-38EA-4FDD-86E2-1A37090B6953&draw=4

Á forsíðumyndinni má sjá ungu stúlkurnar í KR-B.

Deila þessari grein