Borðtennisdeild

KR-A ósigrað í 1. deild kvenna eftir fyrsta leikdag

📁 Borðtennisdeild 🕔01.October 2017
KR-A ósigrað í 1. deild kvenna eftir fyrsta leikdag

Fyrstu tvær umferðirnar í Raflandsdeild karla og kvenna fóru fram Íþróttahúsi Hagaskóla 1. október. KR-A eru Íslandsmeistarar í 1. deild karla og kvenna frá sl. keppnistímabili. KR-A og Víkingur eru ósigruð í 1. deild kvenna eftir fyrsta leikdag.
Í 1. deild karla er KR-A í 3.-4. sæti með 2 stig eftir 2-3 tap gegn Víkingi-A.

Hinn gamalreyndi Ingólfur Sveinn Ingólfsson var drjúgur fyrir KR í 1. deild karla og vann allar þrjár viðureignir síðar, þar af tvær gegn landsliðsmönnum úr Víkingi. Hinir ungu Ellert Kristján Georgsson og Karl A. Claesson, sem eru 15 ára, stóðu sig vel og unnu tvíliðaleik gegn HK og voru nálægt því að vinna tvíliðaleikspar Víkings-A. Ellert lagði svo landsliðsmanninn Björn Gunnarsson úr HK í einliðaleik.

Bæði B-lið og C-lið KR í 1. deild kvenna töpuðu 2-3 fyrir liði Víkings. Karitas Ármannsdóttir vann báða einliðaleiki sína gegn Víkingsstúlkum og Ársól Clara Arnardóttir vann annan einliðaleik sinn gegn Víkingi. Þá unnu Ársól og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir tvíliðaleikinn gegn Víkingsstúlkum.

Úrslit úr einstökum leikjum

1. deild karla

1. umferð
Víkingur C – BH A 0-3
Víkingur B – Víkingur A 0-3
HK A – KR A 0-3

2. umferð
Víkingur C- Víkingur B 0-3
HK A – BH A 0-3
KR A – Víkingur A 2-3

1. deild kvenna

1. umferð
KR A – KR E 3-0
Víkingur – KR B 3-2
KR C – KR D 3-1

2. umferð
KR C – Víkingur 2-3
KR B – KR A 0-3
KR E – KR D 2-3

Úrslit úr öllum leikjum eru komin á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=73CC2211-E100-4394-9C49-BF9A58B15225. Þar má einnig sjá fjölda leikja sem einstakir leikmenn hafa leikið og vinningshlutfall þeirra.

Deila þessari grein