Borðtennisdeild

KR átti langflesta keppendur í borðtennis 2017-2019

📁 Borðtennisdeild 🕔21.July 2020
KR átti langflesta keppendur í borðtennis 2017-2019

KR átti langflesta keppendur í mótum á vegum Borðtennissambands Íslands árin 2017-2019, eða 150 af 533 leikmönnum.

Dímon átti næstflesta keppendur, 76 talsins, 71 kepptu fyrir BH og 68 fyrir Víking. Fyrir önnur félög kepptu 32 eða færri keppendur.

Fjöldi leikmanna einstakra félaga er notaður til að úthluta fulltrúum fyrir ársþing BTÍ, sem verður haldið þann 8. ágúst nk.

Deila þessari grein