Borðtennisdeild

KR-B í öðru sæti 2. deildar eftir naumt tap í úrslitum

📁 Borðtennisdeild 🕔08.April 2018
KR-B í öðru sæti 2. deildar eftir naumt tap í úrslitum

B-lið KR varð í 2. sæti 2. deildar í borðtennis í úrslitakeppni deildarinnar, sem fram fór í Glerárskóla á Akureyri 7. apríl. Liðið tapaði í úrslitum fyrir B-liði HK 2-3.

Í undanúrslitum vann KR-B lið Akurs 3-2, svo þarna var um jafna og spennandi keppni að ræða.

B-lið HK leikur því í 1. deild á næsta ári en B-lið KR leikur aukaleik við B-lið Víkings, sem varð í 5. sæti 1. deildar karla í keppni vetrarins, og mun liðið sem vinnur þann leik spila í 1. deild á næsta keppnistímabili. Sá leikur hefur ekki verið tímasettur.

Lið KR-B í úrslitakeppninni á Akureyri skipuðu þeir Björn Brynjar Jónsson, Gestur Gunnarsson og Hlöðver Steini Hlöðversson og Kristján Viðar Haraldsson var þjálfari í ferðinni.

Mynd á forsíðu af liðunum í verðlaunasætunum er af vef Borðtennissambands Íslands.

 

Deila þessari grein