Borðtennisdeild

KR leikur til úrslita í 1. deild kvenna í borðtennis 13. apríl

📁 Borðtennisdeild 🕔12.April 2019
KR leikur til úrslita í 1. deild kvenna í borðtennis 13. apríl

B-lið KR leikur til úrslita í Raflandsdeildinni (1. deild) kvenna í borðtennis í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 13. apríl kl. 12. Þær mæta deildarmeisturum Víkings í úrslitaleiknum.

B-lið KR í 1. deild karla átti einnig að leika við B-lið Víkings um sæti í 1. deild karla á næsta keppnistímabili þann 13. apríl. Leikurinn hefur verið blásinn af þar sem B-lið BH, sem sigraði í 2. deild, hefur gefið sæti sitt í 1. deild á næsta keppnistímabili eftir, og því munu bæði KR-B og Víkingur-B leika í 1. deild í haust.

Úrslit í 1. deild karla fara svo fram kl. 14 en þar mætast A-lið BH og A-lið Víkings.

Deila þessari grein