Borðtennisdeild

KR vann fimm Íslandsmeistaratitla á Íslandsmótinu í borðtennis

📁 Borðtennisdeild 🕔05.March 2018
KR vann fimm Íslandsmeistaratitla á Íslandsmótinu í borðtennis

KR-ingar unnu fimm af níu Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmótinu í borðtennis, sem fram fór í TBR-húsinu 3.-4. mars. KR-ingar áttu einnig tæpan helming allra verðlaunahafa á mótinu.

Íslandsmeistarar KR árið 2018 eru Davíð Jónsson og Skúli Gunnarsson í tvíliðaleik karla; Aldís Rún Lárusdóttir og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir í tvíliðaleik kvenna, Davíð Jónsson og Aldís Rún Lárusdóttir  í tvenndarleik; Ellert Kristján Georgsson í 1. flokki karla og Lára Ívarsdóttir, KR í 2. flokki kvenna. Davíð og Aldís urðu því tvöfaldir meistarar í meistaraflokki.

Streymt var beint frá leikjum á mótinu, sjá slóðina https://www.youtube.com/watch?v=pkwZerNY5JY .

Úrslit úr einstökum flokkum:

 

Meistaraflokkur karla

 1. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
 2. Davíð Jónsson, KR

3.-4. Ingólfur Sveinn Ingólfsson, KR

3.-4. Magnús K. Magnússon, Víkingi

 

Meistaraflokkur kvenna

 1. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi
 2. Berglind Ósk Sigurjónsdóttir, Víkingi

3.-4. Aldís Rún Lárusdóttir, KR

3.-4. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

Tvíliðaleikur karla

 1. Davíð Jónsson/Skúli Gunnarsson, KR
 2. Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson, BH

3.-4. Arnór Gauti Helgason/Ársæll Aðalsteinsson, Víkingi

3.-4. Ingi Darvis Rodriguez/Sindri Þór Sigurðsson, Víkingi

Tvíliðaleikur kvenna

 1. Aldís Rún Lárusdóttir/Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR
 2. Ásta M. Urbancic/Bergrún Linda Björgvinsdóttir, KR/Dímon

3.-4. Agnes Brynjarsdóttir/Berglind Ósk Sigurjónsdóttir, Víkingi

3.-4. Stella Karen Kristjánsdóttir/Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi

Tvenndarkeppni

 1. Davíð Jónsson/Aldís Rún Lárusdóttir, KR
 2. Gunnar Snorri Ragnarsson/Ársól Clara Arnardóttir, KR

3.-4. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson/Ásta M. Urbancic, BH/KR

3.-4. Magnús Gauti Úlfarsson/Sól Kristínardóttir Mixa, BH

1. flokkur karla

 1. Ellert Kristján Georgsson, KR
 2. Markus Meckl, Akri

3.-4. Óskar Agnarsson, HK

3.-4. Hlynur Sverrisson, Akri

1. flokkur kvenna

 1. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi
 2. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR

3.-4. Ársól Clara Arnardóttir, KR

3.-4. Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi

2. flokkur karla

 1. Óskar Agnarsson, HK
 2. Örn Þórðarson, HK

3.-4. Adam Miroslaw Sworowski, BH

3.-4. Guðmundur Örn Halldórsson, KR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2. flokkur kvenna

 1. Lára Ívarsdóttir, KR
 2. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR

3.-4. Harriet Cardew, BH

3.-4. Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR

Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=E9E2DC79-9A5B-40EE-BCF2-146E85035E7E

Mynd af verðlaunahöfum KR frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur. Gunnar Snorra Ragnarsson og Ingólf Svein Ingólfsson vantar á myndina. Aðrar myndir frá Má Mixa, Pétri Stephensen, Ástu Urbancic og Ásdísi Geirarðsdóttur.

Deila þessari grein