Borðtennisdeild

KR vann flesta Íslandsmeistaratitla í borðtennis 2016-2017

📁 Borðtennisdeild 🕔13.July 2017
KR vann flesta Íslandsmeistaratitla í borðtennis 2016-2017

Á keppnistímabilinu 2016-2017 var keppt um 44 Íslandsmeistaratitla í borðtennis. KR vann flesta titla eða 16 en Víkingur vann einum titli minna eða 15 alls. KR vann flesta titla í fullorðisflokkum en Víkingur vann flesta titla í unglingaflokkum og öldungaflokkum. Það er öfugt við síðustu ár, þegar KR hefur unnið flesta titla í unglingaflokkum en Víkingur flesta titla í fullorðinsflokkum.

KR varð Íslandsmeistari bæði í 1. deild kvenna og karla (sjá liðin á forsíðumyndinni) en það gerðist síðast árið 2009.

Íslandsmeistaratitlar dreifðust meira á einstaklinga en oft undanfarin ár. Ásta M. Urbancic, KR vann flesta titla eða fjóra alls, ásamt Inga Darvis Rodriquez úr Víkingi. Ásta vann tvo titla í meistaraflokki og tvo í öldungaflokki en Ingi vann ferfalt í sínum unglingaflokki.

Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir vann þrjá titla, eins og nokkrir aðrir leikmenn úr öðrum félögum.

Aldís Rún Lárusdóttir, KR, Ásta M. Urbancic, KR, Kári Ármannsson, KR og Kári Mímisson, KR unnu flesta Íslandsmeistaratitla í meistaraflokki, tvo hvert. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR, vann tvo titla í fullorðinsflokki, einn í meistaraflokki og einn í 1. flokki.

Yfirlit yfir Íslandsmeistaratitla KR í borðtennis frá 1971 má sjá hér: Islandsmeistaratal_KR_1971-2017

Myndina af sigurliðunum í 1. deild karla og kvenna tók Erling Aðalsteinsson.

Deila þessari grein