Borðtennisdeild

KR vann flesta Íslandsmeistaratitla í borðtennis 2018

📁 Borðtennisdeild 🕔10.June 2018
KR vann flesta Íslandsmeistaratitla í borðtennis 2018

Á keppnistímabilinu 2017-2018 var keppt um 46 Íslandsmeistaratitla í borðtennis. KR vann flesta titla allra félaga eða 15,5. Víkingur vann 10 titla og BH 9,5. KR vann 6,5 titla af 23 sem keppt var um í unglingaflokkum, 6 af 12 í fullorðinsflokkum og 3 af 11 í öldungaflokkum.

Ásta M. Urbancic og Eiríkur Logi Gunnarsson unnu flesta Íslandsmeistaratitla KR-inga, fjóra hvort. Eiríkur vann alla fjóra titlana í sveinaflokki en Ásta vann þrjá titla í öldungaflokki og var í sigurliði KR í 1. deild kvenna.

Aldís Rún Lárusdóttir vann flesta Íslandsmeistaratitla allra leikmanna í meistaraflokki, þrjá talsins, en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Davíð Jónsson unnu tvo titla hvort í meistaraflokki.

Í meðfylgjandi skjali má sjá flestalla Íslandsmeistara KR í borðtennis frá fyrsta Íslandsmótinu árið 1971. Talið er einnig aðgengilegt á síðunni Um deildina – Saga deildar: Islandsmeistaratal_KR_1971-2018.

Á forsíðumyndinni má sjá unga KR-inga að loknu Íslandsmóti unglinga 2018.

Deila þessari grein