Borðtennisdeild

KR varð í 2. sæti í Raflandsdeild karla

📁 Borðtennisdeild 🕔20.September 2020
KR varð í 2. sæti í Raflandsdeild karla

A-lið KR varð í 2. sæti í Raflandsdeild karla eftir 2-3 tap gegn A-liði Víkings í úrslitaleik. KR-ingum gekk illa að ráða við Íslandsmeistarann Inga Darvis Rodriguez, sem vann báða einliðaleiki sína, gegn Davíð Jónssyni og Skúla Gunnarssyni. Magnús Jóhann Hjartarson vann þriðja leik Víkings, gegn Ellert Kristjáni Georgssyni. Davíð Jónsson vann annan einliðaleik sinn, gegn Daða Frey Guðmundssyni og KR-ingarnir Ellert Kristján Georgsson og Skúli Gunnarsson unnu tvíliðaleikinn gegn Daða Frey og Magnúsi. Auk þeirra, sem léku úrslitaleikinn lék Pétur Gunnarsson í A-liði KR í vetur.

Úrslit úr einstökum leikjum

KR-A – Víkingur-A 2-3

  • Ellert Kristján Georgsson – Magnús Jóhann Hjartarson 0-3

  • Davíð Jónsson – Ingi Darvis Rodriguez 0-3

  • Ellert/Skúli Gunnarsson – Daði Freyr Guðmundsson/Magnús 3-1
  • Davíð Jónsson – Daði Freyr Guðmundsson 3-2
  • Skúli Gunnarsson – Ingi Darvis Rodriguez 0-3

Deila þessari grein