Borðtennisdeild

Líf og fjör á uppskeruhátíð borðtennisdeildar KR

📁 Borðtennisdeild 🕔11.May 2018
Líf og fjör á uppskeruhátíð borðtennisdeildar KR

Það var líf og fjör á uppskeruhátíð Borðtennisdeildar KR, sem var haldin í Íþróttahúsi Hagaskóla miðvikudaginn 9. maí. Boðið var upp á þrautabraut með stöðvum bæði fyrir iðkendur og fjölskyldumeðlimi og fengu gestir að reyna sig við borðtennisvélmenni. Þá var boðið upp á candy floss, sem vakti lukku meðal yngri kynslóðarinnar.

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Ellert Kristján Georgsson fengu viðurkenningu fyrir að hafa unnið sig upp í meistaraflokk styrkleikalista Borðtennissambands Íslands í fyrsta skipti.

Einnig voru gullspaðar veittir, sem eru viðurkenningar fyrir góða frammistöðu, sjá mynd á forsíðu. Þau sem fengu gullspaða voru Arnheiður Maja Elmarsdóttir, Benedikt Vilji Magnússon, Berglind Anna Magnúsdóttir, Freyja Dís Benediktsdóttir, Gestur Gunnarsson, Guðrún Gestsdóttir, Natalía Kjerúlf Óskarsdóttir, Stefán Fannar Hallgrímsson og Victor Pétur Sánchez-Brunete. Freyja og Natalía voru fjarverandi þegar viðurkenningin var afhent.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá uppskeruhátíðinni frá Aldísi Rún Lárusdóttur, Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur og Guðrúnu Gestsdóttur.

Deila þessari grein