Borðtennisdeild

Lóa sigraði tvöfalt á styrkleikamóti Víkings

📁 Borðtennisdeild 🕔27.February 2019
Lóa sigraði tvöfalt á styrkleikamóti Víkings

Lóa Floriansdóttir Zink sigraði tvöfalt á Coca-Cola styrkleikamóti Víkings, sem fram fór í TBR-húsinu laugardaginn 23. febrúar. Lóa, sem er í 2. flokki, sigraði bæði í 2. flokki og 1. flokki kvenna.

Í úrslitum í 1. flokki kvenna vann Lóa Þórunni Ástu Árnadóttur úr Víkingi 3-0.

Þuríður Þöll Bjarnadóttir, varð í 2. sæti í 2. flokki kvenna og lauk úrslitaleik þeirra Lóu með 3-0 sigri Lóu.

Auk þeirra tveggja tók aðeins einn KR-ingur til viðbótar þátt í mótinu, en flestir kusu að hvíla og undirbúa sig fyrir Íslandsmótið um næstu helgi.

Deila þessari grein