Borðtennisdeild

Opið hús Borðtennisdeildar KR 4. september

📁 Borðtennisdeild 🕔28.August 2017
Opið hús Borðtennisdeildar KR 4. september

Borðtennisdeild KR heldur opið hús mánudaginn 4. september kl. 18.15 í Íþróttahúsi Hagaskóla. Þar verður æfingatafla vetrarins kynnt, hægt að hitta þjálfara og taka í borðtennisspaða.

Þessa dagana eru þjálfarar, sem jafnframt eru háskólanemendur, að fá stundatöflur sínar og verið að ljúka við gerð æfingatöflu. Verði taflan tilbúin fyrir opna húsið verður hún birt á vef deildarinnar.

Fram að opna húsinu verða ókeypis ágústæfingar í gangi, sjá æfingatöflu undir Æfingar.

 

Deila þessari grein