Borðtennisdeild

Síðustu æfingar vorannar

📁 Borðtennisdeild 🕔03.May 2019
Síðustu æfingar vorannar

Nú er lítið eftir af vorönninni okkar og hér kemur smá yfirlit:

Hefðbundnar æfingar á vorönn klárast föstudaginn 10. maí fyrir alla nema yngra úrval og úrval, sem hafa hefðbundnar voræfingar til miðvikudagsins 15. maí.

Uppskeruhátíðin okkar verður föstudaginn 10. maí kl. 17-18:30 í íþróttahúsi Hagaskóla. Frekari upplýsingar um uppskeruhátíðina síðar.

Að voræfingum loknum tekur sumarönnin við. Við ætlum að hafa góðar sumaræfingar fyrir lengst komnu iðkendurnar okkar en styttra komin munu geta æft með á þriðjudögum. Það er mikilvægt m.a. til að halda sér við og svo Oslóarhópurinn okkar sé vel undirbúinn fyrir ferðina næstu mánaðarmót (síðasti skráningarfrestur 6. maí). Nánari upplýsingar um sumaræfingarnar fljótlega (allavega á uppskeruhátíðinni).

Þá er mjög spennandi að deildin mun bjóða upp á sumarnámskeið fyrir krakka í júní. Þið megið endilega hjálpa okkur að kynna þau námskeið fyrir mögulegum þátttakendum þegar auglýsingin er tilbúin.

Deila þessari grein