Borðtennisdeild

Skráning hafin á sumarnámskeið Borðtennisdeildar

📁 Borðtennisdeild 🕔09.May 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningar á sumarnámskeið Borðtennisdeildar KR í júní 2020. Í fyrra fylltist á námskeiðin og hvetjum við áhugasama því til að hafa samband. Senda skal skráningu á netfangið audurta@hotmail.com.

Námskeiðin eru ætluð fyrir krakka 8 ára og eldri og verða haldin í Íþróttahúsi Hagaskóla í júní. Hvert námskeið er 4-5 dagar og er spilaður borðtennis fyrir hádegi en eftir hádegi er farið í leiki, sund, Húsdýragarðinn og fleira skemmtilegt.

Haldin verða þrjú námskeið:

  1. 8.-12. júní
  2. 15.-19. júní
  3. 22.-26. júní

Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu.

Deila þessari grein