Æfingagjöld

Æfingagjöld á haustmisseri 2018

Því miður þurfum við að hækka æfingagjöldin hjá sumum hópum til að standa undir auknum þjálfarakostnaði. Þá hefur verið bætt við þrekæfingu fyrir eldri hópana. Í yngra úrvali og úrvali eru fleiri æfingar innifaldar í gjaldinu þar sem einstaklingsæfingum (sk. fókusæfingum) hefur verið bætt inn í töfluna.

Borðtennisskóli (drengir og stúlkur): 26.000 kr., tvær æfingar á viku. Nýir iðkendur í borðtennisskólanum fá borðtennisspaða til eignar þegar æfingagjöld hafa verið greidd.

Uppleið (drengir og stúlkur): 33.000 kr., tvær æfingar á viku.

Ung og efnileg: 39.000 kr., þrjár æfingar á viku.

Yngra úrval: 46.000 kr., fjórar æfingar á viku og fókusæfingar.

Úrval: 46.000 kr., fjórar æfingar á viku og fókusæfingar

Öðlingar: 16.000 kr., ein æfing í viku, óbreytt frá síðasta ári. Einnig verður hægt að borga stakar æfingar í öðlingaflokki og kostar æfingin 1.800 kr. Hægt er að mæta einu sinni til reynslu áður en æfingagjald verður innheimt.

Innifalið í æfingagjöldum haustsins eru æfingar skv. stundatöflu, hrekkjavökuskemmtun og jólaforgjafarmót fyrir alla fjölskylduna.

Ekki hika við að hafa samband við gjaldkera eða aðra í stjórn ef þörf er á greiðsludreifingu eða ef fjárhagsvandi er fyrir hendi. Við finnum lausn í sameiningu.

Skráning og greiðsla æfingagjalda fer fram í rafrænu kerfi, félagakerfi KR, sk. Nóra. Leiðbeiningar um skráningu í Nóra eru á flipanum Skráning – Iðkenda/Félagaskráning (Nóri) og Skráning – Leiðbeiningar fyrir Nórakerfið. Kennitala deildarinnar og reikningsnúmer er á flipanum Um deildina.

Fjölskylduafsláttur

Veittur er 12,5% fjölskylduafsláttur af öllum æfingagjöldum ef tveir eða fleiri frá sömu fjölskyldu eru skráðir í borðtennis (gildir líka fyrir öðlingahópinn).
Iðkendur 18 ára og eldri í úrvalshópi geta fengið afslátt af æfingagjöldum gegn vinnuframlagi á mótum, við þjálfun ofl. Vinsamlegast snúið ykkur til stjórnar til að semja um afslátt. Athugið að ekki er hægt að nota fjölskylduafslátt samhliða.

Keppnisbúningur

Keppnistímabilið 2016-2017 var nýr keppnisbúningur tekinn í notkun. Um er að ræða treyju og stuttbuxur frá Butterfly sem er íþróttamerki sérstaklega fyrir borðtennis. Deildin gerði styrktarsamining við Kelduna og er auglýsing merkt Keldunni á bolnum. Gert er ráð fyrir að allir sem keppa fyrir hönd Borðtennisdeildar KR þurfa að vera í búningnum (a.m.k. treyjunni). Deildin mun eiga nokkrar treyjur til að lána þeim sem ekki eiga búning. Eldri bolurinn er tilvalinn á æfingar.

 

Síðast uppfært 30.8. 2018.

Share this article with friends