Borðtennisdeild

Spurningakeppni á Facebook 17. nóvember

📁 Borðtennisdeild 🕔16.November 2020
Spurningakeppni á Facebook 17. nóvember

Borðtennisdeildin verður með spurningakeppni í gegnum Kahoot þriðjudaginn 17. nóvember kl. 17.10. Keppnin verður aðgengileg á Facebook síðu foreldra iðkenda Borðtennisdeildar KR og verður númerið sem þarf að hafa til að taka þátt aðgengilegt á síðunni.

Í verðlaun verða vinningar tengdir borðtennis.

Deildin er með tvær aðrar Facebook síður, opna síðu og lokaða síðu fyrir iðkendur. Á síðunum má finna ýmislegt efni um borðtennis og eru iðkendur og foreldrar þeirra hvattir til að kíkja á síðurnar og skoða það efni sem þar er að finna.

Fljótlega verður svo tilkynnt um fyrirkomulag æfinga frá mið. 18. nóvember.

Deila þessari grein