Borðtennisdeild

Sumaræfingar Borðtennisdeildar KR

📁 Borðtennisdeild 🕔13.May 2019
Sumaræfingar Borðtennisdeildar KR

Æfingum skv. æfingatöflu vorannar er lokið hjá öðrum hópum en yngra úrvali og úrvali – sem æfir út miðvikudag 15. maí samkvæmt stundartöflu (mánudagur 19-21 og miðvikudagur 19:30-21/22). Flestir í þeim hópum keppa svo á Arctic mótinu í TBR-húsinu 17.-19. maí.

Aukaæfingar vegna Oslóarferðar, þar sem 11 leikmenn deildarinnar leika á móti í lok maí (aðrir í yngra úrvali og úrvali velkomnir á æfingarnar):
Þriðjudaginn 21. maí kl. 18-20
Miðvikudaginn 22. maí kl. 18-20
Föstudaginn 24. maí kl. 18-20
Sunnudaginn 26. maí kl. 16-18
Þriðjudaginn 28. maí kl. 18-20

Sumaræfingar deildarinnar verða svo eftirfarandi:
3. júní – 12. júlí
12. ágúst – 23. ágúst
(samtals 8 vikur, og ath. það eru U21 æfingabúðir í íþróttahúsi Hagaskóla 1.-6. ágúst)

Mán. kl. 17-19
Þri. kl. 19-21 (öðlingar velkomnir)
Mið. kl. 17-19 (yngri iðkendur velkomnir)
Fim. kl. 19-21

Kostnaður fyrir sumartímabilið er 15.000 kr. og 5.000 kr. fyrir yngri leikmenn og öðlinga. Í þessu verði hefur þegar verið tekið tillit til þess að iðkendur gætu misst út nokkrar vikur vegna sumarfrís). Skráningar fara fram í Nórakerfinu eins og venjulega.

Einnig er bent á að deildin verður með sumarnámskeið í júní, sjá aðra frétt frá 11. maí.

Deila þessari grein