Borðtennisdeild

Sumaræfingar hefjast 9. júní

📁 Borðtennisdeild 🕔02.June 2020
Sumaræfingar hefjast 9. júní

Þriðjudaginn 9. júní, degi síðar en sumarnámskeiðin okkar hefjast, byrja hinar formlegu sumaræfingar. Þær verða tvær í hverri viku, kl. 19-21 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Gjaldið fyrir sumartímabilið (9. júní-16. júlí og 4.-18. ágúst, sem sagt frí síðustu tvær vikurnar í júlí) er 12.000 kr. sem tekur mið af því að iðkendur geti ekki nýtt allar æfingar út af sumarfríi en annars gildir bara því meira sem fólk kemst því betra.

Við höfum fengið nokkuð af fyrirspurnum frá iðkendum í yngri hópunum um þátttöku í sumaræfingunum og er það sjálfsagt og munum við gæta þess að getuskipta æfingafélögum. Krakkar í uppleið og framförum munu fara heim af æfingum kl. 20:10/20:15 þegar við tökum vatnspásu.

Við þau ykkar sem taka sér sumarfrí frá æfingum viljum við annars þakka fyrir góðan og öflugan vetur.

Stefnan er að haustæfingar byrji seinnihlutann í ágúst (aðeins fyrr en venjulega) þar sem Íslandsmót unglinga og úrslitakeppni deildarinnar eru um mánaðarmótin september/október og er gott að vera vel æfður þá.

Deila þessari grein