Borðtennisdeild

Þrír KR-ingar með yngra unglingalandsliðinu til Riga

📁 Borðtennisdeild 🕔02.February 2019
Þrír KR-ingar með yngra unglingalandsliðinu til Riga

Berglind Anna Magnúsdóttir, Eiríkur Logi Gunnarsson og Steinar Andrason voru valin í yngra unglingalandsliðið í borðtennis, sem tekur þátt í Riga City Council’s Youth Cup in Table Tennis. Mótið er boðsmót og er haldið í Riga í Lettlandi 15.-17. febrúar 2019. Leikmennirnir keppa í kadett flokki (fædd 2004 og síðar) og minikadett flokki (fædd 2007 og síðar). Þetta er annað árið í röð sem unglingalandsliðið tekur þátt í þessu móti og eru keppendur Íslands alls 13 talsins.

Meðal þriggja fararstjóra og þjálfara í ferðinni er Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, yfirþjálfari hjá KR.

Upplýsingar um mótið: http://www.galdateniss.lv/eng/news/1523-international-youth-table-tennis-competition-cup-of-riga-city-council-2019-coming-soon

 

Deila þessari grein