Borðtennisdeild

Þrjú systkini úr Vesturbænum leika fyrir Ísland á Arctic mótinu í Færeyjum

📁 Borðtennisdeild 🕔13.May 2017
Þrjú systkini úr Vesturbænum leika fyrir Ísland á Arctic mótinu í Færeyjum

Þrjú systkini úr Vesturbænum leika með íslenska borðtennislandsliðinu á Arctic mótinu í Færeyjum, þar sem landslið Íslands, Færeyja og Grænlands mætast 12.-14. maí. Þetta eru þau Pétur Marteinn, Jóhannes Bjarki og  Sigrún Ebba Urbancic Tómasarbörn. Pétur og Sigrún keppa fyrir KR en Jóhannes hefur keppt fyrir BH í Hafnarfirði undanfarin ár en er uppalinn hjá KR.

Það er líklega sjaldgæft að þrjú systkini séu saman í landliðsferð í sömu íþrótt. Í ferðinni eru 9 karlar og 3 konur, þar af keppa 6 fyrir KR.

Deila þessari grein