Borðtennisdeild

Tíu KR-ingar í unglingalandsliðinu á Norður-Evrópumótinu

📁 Borðtennisdeild 🕔31.May 2018
Tíu KR-ingar í unglingalandsliðinu á Norður-Evrópumótinu

Borðtennissamband Íslands hefur tilkynnt hvaða leikmenn taka þátt í Norður-Evrópumótinu í borðtennis af Íslands hálfu. Alls verða sendir 20 leikmenn á mótið, sem fram fer í Haapsalu í Eistlandi 26.-28. júní og kemur helmingur þeirra úr KR. Leikið verður í liðakeppni og í einstaklingskeppni á mótinu.

Leikmenn KR á mótinu eru:

Kadett (meyjar), f. 2003-2005
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
Lóa Floriansdóttir Zink, KR
Þóra Þórisdóttir, KR

Kadett (sveinar), f. 2003-2005
Eiríkur Logi Gunnarsson, KR

Junior (stúlkur), f. 2002-2000
Ársól Clara Arnardóttir, KR
Lára Ívarsdóttir, KR

Junior (drengir), f. 2002-2000
Ellert Kristján Georgsson, KR
Elvar Kjartansson, KR
Gestur Gunnarsson, KR
Karl A. Claesson, KR

Vefsíða mótsins er http://www.lauatennis.ee/web/node/1705.

Á forsíðumyndinni má sjá þær Ársól, Kristínu og Láru, sem allar munu keppa í Eistlandi.

Deila þessari grein