Borðtennisdeild

Uppfærðar leiðbeiningar um borðtennisiðkun frá 20. október

📁 Borðtennisdeild 🕔19.October 2020
Uppfærðar leiðbeiningar um borðtennisiðkun frá 20. október

Borðtennissamband Íslands hefur uppfært leiðbeiningar um iðkun borðtennis frá 20. október. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Fljótlega verður upplýst hvernig æfingum hjá Borðtennisdeild KR verður háttað á næstunni.

Frétt af vef Borðtennissambands Íslands, https://www.bordtennis.is/aefingar-i-bordtennis-leyfdar-a-ny-med-takmorkunum/:

Með nýjum reglugerðarbreytingum verða borðtennisæfingar heimilaðar á ný, þó með takmörkunum. Von er á uppfærðum sóttvarnareglum BTÍ vegna COVID-19 eins fljótt og auðið er.

Aðildarfélög skuli kynna sér gildandi reglur sem fjallað er um í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og í breytingum á reglugerð um takmörkun á skólastarfi.

Utan Höfuðborgarsvæðisins eru æfingar og keppni heimilaðar, þó með fjöldatakmarki sem miðast við 50 manns.

Á Höfuðborgarsvæðinu eru æfingar og keppni heimilaðar með skilyrðum:
– Gildandi fjöldatakmark er 20 manns fyrir þá sem fæddir eru 2005 og eldri.
– Engir áhorfendur eru á æfingum og keppni.
– Tveggja metra reglan skal virt.
– Aðeins einliðaleikur er heimill, ekki tvíliðaleikur eða tvenndarleikur.
– Allir þátttakendur þurfa að spritta sig fyrir og eftir æfingu og keppni.
– Kúlur skulu sótthreinsaðar fyrir og eftir æfingu og keppni.
– Leitast skal við að skipta sem minnst um æfingafélaga. Þegar það er gert þurfa þeir að sótthreinsa hendur sínar og kúlur.
– Á æfingum barna fæddra 2005 og yngri skuli ekki blanda skólahópum, þ.e. börn úr mismunandi skólum skuli ekki æfa saman. Þetta atriði er þó enn óskýrt og BTÍ hefur leitað skýringa yfirvalda. Þar til þær berast skuli gera ráð fyrir að blöndun sé óheimil.

Nú þegar æfingar hafa verið leyfðar aftur er sérstaklega mikilvægt að huga að framkvæmd þeirra.
Pössum að leikmenn safnist ekki saman í hópa fyrir og eftir æfingar. Höfum glugga opna eða loftum vel um íþróttasalina þar sem við æfum. Eins og alltaf skulum við muna eftir handþvotti og sprittun, fyrir og eftir æfingar.

Reglugerð um takmörkun á samkomum

Breytingar á reglugerð um skólastarf v. sóttvarnaráðstafana 20. okt

Deila þessari grein