Borðtennisdeild

Uppskeruhátíð 5. júní

📁 Borðtennisdeild 🕔02.June 2020
Uppskeruhátíð 5. júní

Á föstudaginn, 5. júní kl. 18-19 í íþróttahúsi Hagaskóla ætlum við að prófa nýtt fyrirkomulag á uppskeruhátíðinni sem felst í því að við höldum EINS STIGS MÓT. Allir leikir eru bara eitt stig! Spilað er í stórum riðlum sem taka þó mjög stuttan tíma, tveir komast áfram úr hverjum riðli og eftir útsláttarkeppni verður einn meðlimur deildarinnar krýndur eins stigs meistarinn. Skráningar eru á staðnum, eru ókeypis og er gott að mæta 5-10 mínútum fyrr. Fjölskyldumeðlimum er velkomið að taka þátt í mótinu. Á uppskeruhátíðinni verða líka léttar veitingar og veturinn gerður upp að móti loknu með veitingu gullspaða (árleg viðurkenning deildarinnar fyrir leikmenn í hverjum æfingahópi). Við vonumst til að sjá ykkur á föstudag!

Deila þessari grein