Borðtennisdeild

Uppskeruhátíð Borðtennisdeildar 10. maí

📁 Borðtennisdeild 🕔09.May 2019
Uppskeruhátíð Borðtennisdeildar 10. maí

Uppskeruhátíðin okkar verður föstudaginn 10. maí kl. 17-18:30 í íþróttahúsi Hagaskóla. Allir iðkendur og velunnarar velkomnir.

Kl. 17:00-17:45 leikum við fimm þrautir sem verða með svipuðu sniði og í fyrra. Veitt verða verðlaun fyrir besta samanlagða árangur í þrautunum (þrautirnar eru skalaðar eftir getu) og einnig útdráttarverðlaun.

Kl. 17:45-18:15 verður frumsýnt 2 mínútna myndband sem fer yfir veturinn og kynnir starf deildarinnar. Gullspaðar verða veittir og farið verður yfir fyrirkomulag sumaræfinga og sumarnámskeiða.

Deila þessari grein