Borðtennisdeild

Úrslitakeppni í 1. deild karla hefst 20. mars

📁 Borðtennisdeild 🕔20.March 2017
Úrslitakeppni í 1. deild karla hefst 20. mars

Deildarmeistarar KR-A hefja keppni í undanúrslitum í 1. deild karla mánudaginn 20. mars kl. 19. Liðið mætir Víkingi-B í Íþróttahúsi Hagaskóla. Vinna þarf tvær viðureignir til að komast í úrslit.

Annar leikur liðanna verður í TBR-húsinu miðvikudaginn 22. mars kl. 20. Oddaleikur ef með þarf, verður haldinn í Íþróttahúsi Hagaskóla fimmtudaginn 23. mars.

Sigurliðið mætir sigurvegaranum úr viðureign Víkings-A og BH í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.

Fyrst birt 16.3. 2017.

Deila þessari grein