Tilgangur sjóðsins

merki_svart

Framtíðarsjóðurinn myndar varanlegan grunn fyrir þróun félagsins um ókomin ár. Framlög mynda höfuðstól sem skerðist ekki en vex með nýjum framlögum. Aðeins má nota arð umfram verðbólgu af framlaginu. Raunávöxtun höfuðstólsins verður til ráðstöfunar fyrir Knattspyrnufélag Reykjavíkur og deildir þess þegar höfuðstóllinn hefur náð a.m.k. 50 mkr. miðað við verðlag í árslok 2010 eða eftir 2015, hvort sem verður á undan.

Framlög í framtíðarsjóðinn merkjast þeim einstaklingi eða félagi sem stendur að framlaginu. Jafnframt má eyrnarmerkja framlag ákveðinni íþróttadeild í KR og er þá tryggt að a.m.k. 80% af arðsemi framlagsins fari í verkefni eða þróun sem gagnast þeirri deild. Ef framlag einstaklings nær kr. 100.000 m.v. verðlag í ársbyrjun 2010 verður viðkomandi einstaklingur ævifélagi í KR.

 

Share this article with friends