Úthlutunarreglur sjóðsins

merki_svart

Aðeins KR, félagið eða einstakar deildir þess geta sótt um styrki til Framtíðarsjóðs KR. Umsóknir um styrki skulu meðhöndlaðar af hlutlægni, umsagna og meðmæla aflað ef því er að skipta og niðurstaða stjórnar færð í gerðabók. Ekki er heimilt að veita styrki til venjubundins rekstrar, leikmannakaupa eða vegna taprekstrar. Styrkir skulu beinast að uppbyggingu og þróun á starfsemi og/eða aðstöðu. Stjórn er heimilt að ákvarða styrki til verkefna sem hún telur verðug þótt ekki liggi bein umsókn fyrir af hálfu hlutaðeigandi.

 

 

Share this article with friends