Fréttir Frjálsar

Æfingar hjá frjálsíþróttadeild KR:

📁 Fréttir Frjálsar 🕔23.August 2017

Í vetur mun frjálsíþróttadeildin bjóða uppá æfingar fyrir krakka sem fæddir eru árin 2009 og 2010 og er það í fyrsta skipti sem svo ungum krökkum er kleift að æfa hjá deildinni. Sá hópur mun æfa á þriðjudögum og fimmtudögum kl.14:40 til 15:30 í Frostaskjólinu. Æfingagjöld fram að áramótum verða 25.000.Miðjuflokkinn skipa krakkar fæddir 2008 og 2007 og æfa þeir á þriðjudögum kl.15:30 til 16:20 og á fimmtudögum kl.14:40 til 15:30. Þar að auki mun þeim bjóðast að æfa á föstudögum í Laugardalshöll kl.17 til 18:30.

Æfingagjöld annarinnar eru 30 þús fyrir þennan flokk.
Elsti flokkurinn, krakkar fæddir 2006 og fyrr mun æfa á mánudögum í Hagaskóla kl.15 til 16. Á miðvikudögum kl.16:45 til 18 í Laugardalshöll og þar líka á föstudögum kl.17 til 18:30. Einnig munum við stundum bjóða uppá aukaæfingar á laugardögum, í Frostaskjóli, þó sérstaklega ef föstudagsæfingar falla niður en sú er stundum raunin vegna útleigu á frjálsíþróttahöllinni. Æfingagjöld vegna annarinnar verða 35 þús.

Skráning er alfarið í gegnum Nórakerfið, sjá heimasíðu KR.

Yfirþjálfari deildarinnar er Rakel Gylfadóttir, netfang: thorunnrakel@gmail.com.

Deila þessari grein