Fréttir Frjálsar

KR-Frjálsar haustið 2020 – opnað hefur verið fyrir skráningar

📁 Fréttir Frjálsar 🕔27.August 2020

KR-Frjálsar haustið 2020 – opnað hefur verið fyrir skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar í KR-Frjálsar á heimasíðu KR http://www.kr.is/. Æfingar hefjast þriðjudaginn 1. september. Yngri hópar, árgangar 2010-2013 æfa í íþróttahúsi KR, en eldri hópar æfa í frjálsíþróttahöll í Laugardal (Nýja Laugardalshöllin) og í íþróttahúsi Hagaskóla. Kynningarfundur með þjálfara eldri hóps verður 31. ágúst í íþróttahúsi Hagaskóla kl. 16. Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við frjálsíþróttadeild Ármanns um þjálfun eldri hópa í Laugardal. Með því skapast tækifæri til að stækka hóp eldri iðkenda og styrkja bæði tæknilega þjálfun og félagslegu hlið starfsins.

Æfingagjöld hafa verið lækkuð frá fyrra ári til að gera fleiri börnum kleift að æfa frjálsar íþróttir eða bæta við sig íþróttagrein eða tómstundaiðkun. Markmið starfsins er að bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir börn þar sem þau læra til að byrja með grunnundirstöður ýmissa keppnisgreina, auka svo smám saman tæknilega færni og læra að setja sér persónuleg markmið fyrir æfingar og keppni. Það má því segja að um sé að ræða alhliða heilsurækt í góðum félagsskap með möguleika á keppni. Frjálsar íþróttir eru fjölbreyttar og reyna meðal annars á snerpu, úthald, styrk og sprengikraft. Tækifærin til að finna hæfileikum sínum farveg eru því margvísleg.

Þjálfari eldri hóps er Friðbjörn Bragi Hlynsson, íþróttakennari við Vesturbæjarskóla. Þjálfarar yngri hópa eru Sigrún Guðný Markúsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir sem starfað hafa sem þjálfarar hjá KR undanfarin misseri.

Æfingatímar og æfingagjöld:

Árgangar 2013 og 2012. (2. og 3. bekkur)

Æfa á þriðjudögum og fimmtudögum í Frostaskjóli kl.14:30 til 15:30. Æfingagjöld fyrir önnina eru 27.500 kr.

Árgangar 2011 og 2010 (4. og 5. bekkur)

Æfa í Frostaskjóli á þriðjudögum kl.15:20 til 16:20 og á fimmtudögum kl.14:30 til 15:30. Árgangur 2010 hefur val með að mæta á þriðjudögum og fimmtudögum með 6. bekk á æfingar í Laugardal. Æfingagjöld eru 27.500 kr.

Árgangur 2009 (6. bekkur)

Æfa á mánudögum kl 16:00-17:00 í íþróttahúsi Hagaskóla. Á þriðjudögum kl.16:00 -17:30 og á fimmtudögum kl. 16:00-17:30 í Laugardalshöll. Æfingagjöld fyrir önnina eru 32.500 kr.

Árgangar 2008 og 2007 (7. og 8. bekkur)

Æfa á mánudögum kl. 16:00-17:00 í íþróttahúsi Hagaskóla. Á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 16:30-18:00 í Laugardalshöll. Æfingagjöld fyrir önnina eru 38.000 kr.

Árgangar 2006 og 2005 (9. og 10. bekkur).

Æfa á mánudögum kl.15:00-16:00 í Hagaskóla. Á þriðjudögum og fimmtudögum kl.17:00-18:30 í Laugardalshöll og miðvikudögum kl. 16:30-18:00 í Laugardalshöll. Æfingagjöld fyrir önnina eru 38.000 kr.

Deila þessari grein