Fréttir Frjálsar

Meistarmót Íslands í frjálsum

📁 Fréttir Frjálsar 🕔30.January 2018

Um helgina var haldið Meistaramót Íslands fyrir 11 til 14 ára í frjálsum íþróttum og var árangur frjálsíþróttadeildar KR virkilega góður. Tvær boðhlaupssveitir unnu til gullverðlauna, stúlkur og drengir í flokki 11 ára. Athygli vakti góð liðsheild og einstaklega góð stemmning í hópnum en keppnin er jafnframt stigakeppni og lenti KR í fimmta sæti í heildarstigakeppni 14 félaga. Fjóla Stefánsdóttir sló mótsmeti í 60 m hlaupi 11 ára stúlkna með tímanum 8,98 sek og Ása Gunnþórunn Flókadóttir var sérstaklega sigursæl í þeim flokki. Konráð Þór Sigurðsson sömuleiðis hjá 11 ára strákum.

Margir bættu sinn eigin árangur en það er helsta markmið deildarinnar að hver einn vinni að eigin framförum. Vaxandi deild hér á ferð sem bindur vonir við betri aðstæður til æfinga í Vesturbænum í framtíðinni.

Deila þessari grein