Fréttir Frjálsar

SUMARNÁMSKEIÐ Í FRJÁLSUM!

📁 Fréttir Frjálsar 🕔18.May 2017

SUMARNÁMSKEIÐ Í FRJÁLSUM!

6.-22. Júní

 

Sumarnámskeið Frjálsíþróttadeildar KR verður haldið frá 6.-22. júní

Hist verður við Frostaskjól og æfingar verða bæði úti og inni

Æft verður 3 svar í viku á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá 16:30-18:00 (nema fyrstu vikuna þriðjudag, fimmtudag og föstudag)

Boðið verður uppá fjölbreytta hreyfingu. Auk frjálsíþróttagreina verða sem dæmi parkour- og styrktaræfingar, og fullt af leikjum. Mikil áhersla verður lögð á rétta og góða líkamsbeitingu. Allir krakkar á aldrinum 8-14 ára innilega velkomnir.

Námskeiðsgjald er 8.500 krónur

 

Þórunn og Anton þjálfarar frjálsíþróttadeildar

 

Veiti upplýsingar og tek á móti skráningum á thorunnzig@gmail.com

 

Ath. allar skráningar þurfa að berast áður en námskeið hefst vegna lágmarksfjölda þátttakenda. Aðeins er tekið við skráningum fyrirfram.

Deila þessari grein