Glímudeild

Grettisbeltið komið í Vesturbæinn

📁 Glímudeild 🕔13.April 2015

Sindri Freyr Jóns­son og Eva Dögg Jó­hanns­dótt­ir, komu, sáu og sigruðu í Íslands­glím­unni sem fram fór í íþrótta­hús­inu á Reyðarf­irði í laugardaginn.

Í karla­flokki sigraði Sindri Freyr Jóns­son, KR eft­ir gríðarlega jafna og spenn­andi keppni þar sem úr­slit réðust í síðustu glímu þegar hon­um tókst að sigra Reyðfirðing­inn Ásmund Hálf­dán Ásmunds­son en þeir voru báðir ósigraðir þegar kom að síðustu glímu þeirra og ljóst að sig­ur­veg­ar­inn í þeirri glímu færi heim með Grett­is­beltið fræga og titil­inn „Glímu­kóng­ur Íslands 2015“. Magnús Karl Ásmundsson KR félagi Sindra vann til 3 verðlauna.

Í kvenna­flokki var einnig afar spenn­andi keppni en þar var það Reyðfirðing­ur­inn Eva Dögg Jó­hanns­dótt­ir sem fór með sig­ur af hólmi og fór heim með Freyju­menið og titil­inn „Glímu­drottn­ing Íslands 2015“.

Sindri Freyr og Eva Dögg unnu Íslands­glím­una í fyrsta sinn en þau hafa bæði verið að glíma afar vel á þessu keppn­is­tíma­bili og því vel að sigr­in­um kom­in.

KRglima_SindriogOrriSkarphéðinn Orri Björnsson og Sindri Freyr Jónsson

Fleiri myndir má sjá hér:

https://www.flickr.com/photos/joipetur/sets/72157651463170487/

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Aðalfundur Glímudeildar KR 2019

Aðalfundur Glímudeildar KR 2019

Aðalfundur Glímudeildar KR verður haldinn í KR-heimilinu (bikaraherbergi) fimmtudaginn 28. mars kl. 19. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Lesa meir