Fréttir

Umspil – sigur í leik #1

📁 Fréttir, Handknattleiksdeild, HB slider, Meistaraflokkur 🕔20.April 2017

KR-ingar gerðu góða ferð í Fossvoginn og unnu flottan sigur gegn liði Víkings, 20-22. Mikið jafnræði var með liðunum mest allan leikinn, en leiddu þó KR-ingar stærsta hluta leiksins. Staðan í hálfleik var 10-12 KR í vil.
Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og fór svo að KR fór með sigur af hólmi, 20-22.
Stemmningin á pöllunum var frábær og gaman að sjá hve margir KR-ingar mættu til að styðja sitt lið.

Mörkin:
Arnar Jón: 6
Andri Berg 5/4
Jóhann 5
Theodór 2
Friðgeir 1
Jökull 1
Pétur 1
Viktor 1

Varin skot:
Hrafn 12 (37,5% varsla)

Næsti leikur er nk. laugardag kl.16.00 á okkar eigin heimavelli, KR-heimili.
Fjölmennum þar og styðjum okkar menn.

Allir sem einn – áfram KR!

Deila þessari grein