Handboltaskóli

Handboltaskóli KR. 10. til 21. ágúst, Kl. 9:00- 12:00 Verð 10.000.-

Búið er að opna fyrir skráningu í Nóra innheimtukerfinu. Handknattleiksdeild KR mun í sumar bjóða upp á námskeið fyrir pilta og stúlkur 6 ára (fædd 2009) til 13 ára (fædd 2002).

Um er að ræða tveggja vikna námskeið, virka daga frá kl. 9:00 til 12:00 á tímabilinu 10. til 21 ágúst. Á námskeiðinu verður iðkendum skipt upp eftir aldri, getu og kyni þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Farið í grunnatriði handboltans og mikil áhersla lögð á að gera starfið skemmtilegt og áhugavert fyrir þátttakendur.

Kennarar í handknattleiksskólanum eru m.a. handknattleiksþjálfarar hjá KR og leikmenn. Þá er von á góðum gestum í heimsókn. Lögð er mikil áhersla á að þátttakendur beri virðingu fyrir eigum félagsins, kennurum og hvert öðru.

Öllum á að líða vel og tekið verður hart á öllum eineltismálum sem og því ef ekki er farið eftir því sem lagt er upp með. Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti . Brýnt er fyrir foreldrum að senda börnin með hollt og gott nesti. Seinni föstudaginn er grillveisla fyrir alla kl. 12:00.

Share this article with friends