Foreldrastarf

Allt starf innan handknattleiksdeildar annað en þjálfun, byggir á sjálfboðaliðastarfi.

Foreldrar geta tekið eins mikinn þátt í starfi deildarinnar og þeir vilja.

Vettvangur fyrir foreldra er m.a. foreldraráð hvers flokks, unglingaráð eða stjórn deildarinnar.

 

Að hausti heldur þjálfari foreldrafund fljótlega eftir að æfingar hefjast.  Þar er farið yfir verkefni vetrarins, mót sem taka á þátt í og hvar þau eru.  Hér liggur fyrir ef farið er út á land.

Foreldraráð skipuleggur keppnisferðir ásamt þjálfara.  Þessi vinna felst fyrst og fremst í því að skipuleggja ferðamáta og fararstjórn.  Mótshaldarar sjá um gistingu og morgunmat.

4. flokkur og eldri geta lent með utanbæjarliði í deild, og kallar það á að minnsta kosti eina ferð í útleik gegn því liði.  Lið frá Akureyri, Húsavík, Ísafirði, Selfossi og Reykjanesbæ taka þátt í Íslandsmóti í flestum flokkum.

Annar, þriðji og fjórði flokkur leika staka leiki, og þar þarf að manna ritaraborð.  Þetta er frábær leið fyrir forráðamenn að taka þátt í íþróttastarfi krakkana og taka að sér störfin á ritaraborðinu.  Þjálfarar hvers flokks ræða þetta skipulag vetrarins á foreldrafundi að hausti.  KR hvetur foreldra til að taka þátt.  Iðkendum finnst það skemmtilegt, og ekki síst þeim foreldrunum.

Unglingaráð starfar náið með stjórn deildarinnar, og hefur umsjón með faglegu starfi í yngri flokkum og kemur að ráðningu þjálfara.  Unglingaráð er skipað einu foreldri frá hverjum flokki beggja kynja.

Handknattleiksdeild hefur undanfarin ár haldið 2 fjölliðamót í 6. og 5. flokki hvern vetur.  Unglingaráð kemur náið að skipulagningu þeirra móta.

 

Annað hvert ár er stefna deildarinnar að 4. flokkar fari á handboltamót erlendis.  Undanfarin ár hefur Partille cup í Svíþjóð orðið fyrir valinu.

 

Ef þú vilt starfa með okkur að framgangi handboltans hafðu samband við einhverj stjórnarmeðlim.  Upplýsingar um þá má finna hér.

Dyrnar eru alltaf opnar fyrir foreldra sem vilja starfa með.  Það hefur sýnt sig að áhugi foreldra og þátttaka í íþróttastarfi barna minnkar brottfall þeirra.

Share this article with friends