Íþróttaskóli KR

 

KR starfrækir íþróttaskóla fyrir 2 til 4 ára börn. Hjá íþróttaskóla KR fer fram áhugaverð dagskrá þar sem haft er að leiðarljósi að efla skyn og hreyfiþroska barnanna ásamt því að kenna þeim að vinna með öðrum, umgangast aðra og taka tillit hvert til annars. Kennt er í íþróttahúsi Hagaskóla á laugardagsmorgnum.

Íþróttaskólinn hefst aftur laugardaginn 14 janúar og lýkur 18. mars.

Skólastjóri íþróttaskólans er Sigrún Skarphéðinsdóttir.

Skráning er hafin.  Skráning fer fram á heimasíðu KR í gegnum skráningarkerfi KR.

Skráningarkerfi Smelltu hér

Verð fyrir íþróttaskólann er 10.000 krónur.  Hægt er að borga með því að leggja inná bankareikning 0137-26-389, 700169-3919 og senda kvittun á skrifstofa@kr.is eða borga með kreditkorti.  Athugið að millifærsla inná bankareikninginn dugar ekki ein og sér til skráningar.  Skráningar þurfa að berast í gegnum skráningarkerfi KR.

Share this article with friends