Körfuknattleiksdeild

Kæru KR-ingar!

📁 Körfuknattleiksdeild, Pistar Körfuknattleiksdeild 🕔05.May 2020

Kæru KR-ingar!
Verkefnið okkar “Stöndum Saman” er nú á enda. Stjórn KKD KR vil þakka öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir stuðningin. Við fórum langt með að slá metið en það vantaði aðeins upp á, en engu að síður hjálpar þetta rekstrinum gríðarlega mikið á þessum skrýtnu óvissutímum.

Stjórn deildarinnar er nú að vinna í hinum ýmsu málum og reyna að teikna einhverja mynd af starfinu í sumar og næsta haust. Það er ljóst að það er mikið tilhlökkunarefni að hefja tímabilið næsta haust og halda áfram á þeirri vegferð að vera meðal hinna bestu á næsta tímabili karla og kvennamegin. Einnig var mjög jákvætt að sjá yngri iðkendur KR mæta aftur til æfinga í gær og gaman að sjá hversu vel var mætt. Það gefur góð fyrirheit fyrir haustið þegar yngri iðkendur KR hefja æfingar að nýju.

Saman ætlum við að halda áfram að skapa ógleymanlegar minningar eins og undanfarin ár. Margir hafa nýtt samkomubannið í að rifja upp minningar og þar var KKD KR öflug eins og sést hefur á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur. Enn og aftur þakkar KKD KR kærlega þeim sem styrktu við bakið á deildinni!

ÁFRAM KR!

Hér má sjá upptöku af beinni útsendingu okkar á Facebook þann 1. Maí síðastliðinn þegar “Stöndum saman” verkefninu lauk. Á meðal viðmælanda eru: Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Benedikt Guðmundsson, Jón Arnór Stefánsson, Kristófer Acox, Helgi Már Magnússon, Veigar Áki Hlynsson, Ingi Þór Steinþórsson og Böðvar Guðjónsson.

 

Deila þessari grein