Körfuknattleiksdeild

30 ár Íslandsmeistaratitli karla 1990

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔07.April 2020
30 ár Íslandsmeistaratitli karla 1990

Á þessum degi fyrir 30 árum varð karlalið KR Íslandsmeistari. Hér er samantekt og viðtöl en KR sigraði lið Keflavíkur 3-0:

Ég var búinn að bíða lengi eftir þessum
KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn í karlakörfunni tvö ár í röð við lok áttunda áratugarsins en voru búnir að bíða eftir honum í ellefu ár þegar kom að 1989-90 tímabilinu. Ungverski þjálfarinn László Németh var þarna á sínu öðru tímabili með liðið og hafði farið með það alla leið í lokaúrslitin árið á undan.

Nú var hann hins vegar búinn að fá hinn frábæra rússneska Anatolij Kovtum til liðsins auk þess sem Axel Nikulásson kom frá Keflavík og leikreyndar stjörnur KR-liðsins eins og þeir Páll Kolbeinsson, Guðni Guðnason og Birgir Mikaelsson mættu reynslunni ríkari frá árinu áður.

KR-liðið var yfirburðarlið á þessu tímabili, vann 90 prósent leikja sinna á Íslandsmótinu og alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni. KR vann 3-0 sigur á Keflavík í lokaúrslitunum og hefndi fyrir tapið á móti Keflavík í oddaleik árið á undan.

„Ég var búinn að bíða lengi eftir þessum — allt of lengi. Markmið okkar í vetur var að gera betur en í fyrra. Það tókst. Það sem við höfum umfram Suðurnesjaliðin er að við erum mjög sterk liðsheild — þeir byggja meira á einstaklingum. Ég hafði á tilfinningunni í dag, og jafnvel

í leiknum í Keflavík, að þeir hefðu sætt sig við tap. Þeir voru alltaf á eftir okkur,” sagði Guðni Guðnason, fyrirliði KR, við Morgunblaðið eftir að hann hafði hampað Íslandsbikarnum.

„Sigurinn var mjög sætur. Sætari en í fyrra? Já, vegna þess að þessi vannst í dag,” sagði Axel Nikulásson við Morgunblaðið eftir leikinn en hann varð einmitt meistari með Keflavík árið á undan. Axel var sá eini í leikmannahópi KR sem hafði fengið að hampa hinum glæsilega Íslandsbikar, „Að mínu mati erum við með besta útlendinginn [Anatolij Kovtum],besta leikstjórnandann [Páll Kristinsson] og besta þjálfarann [Laszlo Nemeth]. Svo þegar við erum með menn eins- og Bigga [Birgi Mikaelsson], Guðna [Guðnason] og og Matta [Matthías Einarsson] þá getum við ekki annað en náð góðum árangri,” sagði Axel.

KR Íslandsmeistari 1990

Úrvalsdeild karla í körfubolta
Dagssetning: 7.apríl
Staður: Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi
Þjálfari: Laszlo Nemeth
Fyrirliði: Guðni Ó. Guðnason
Árangur: 23 sigrar og 3 töp í 26 deildarleikjum
5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni
90 prósent sigurhlutfall (28-3)
Atkvæðamestir í lokaúrslitunum:

Páll Kolbeinsson 53 stig (17,7 í leik)
Guðni Ó. Guðnason 44 stig (14,7)
Anatolij Kovtum 41 stig (13,7)
Birgir Mikaelsson 35 stig (11,7)
Axel A Nikulásson 31 stig (10,3)
Matthías Einarsson 21 stig (7,0)

Fréttin er tekin af Visir.is

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020

Körfuboltaskóli KR sumarið 2020   Körfuboltaskóli KR, er starfræktur á íþróttasvæði félagsins, í Frostaskjóli 2. Þar er boðið upp á öruggt umhverfi

Lesa meir