Körfuknattleiksdeild

8. flokkur stóðu sig vel um helgina

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔05.February 2019

Fjölliðamót hjá 8. flokki drengja fór fram um liðna helgi. KR tefldi fram þremur liðum og stóðu okkar menn sig vel.

A liðið sigruðu tvo leiki og töpuðu tveimur, þeir unnu Hauka og Stjörnuna í tvíframlengdum leik. Þeir lentu svo í hörkuleikjum gegn Fjölni og Hrunamönnum/Þór Þ þar sem voru ekki langt frá því að sigra.

 Mynd: Strákarnir í Garðabæ

B liðið sigruðu þrjá leiki og töpuðu einum, þeir unnu Fjölni B, Stjörnuna B og Hamar. Úrslitaleikurinn um að fara upp um riðil var svo gegn Grindavík en okkar menn töpuðu í hörkuleik með 2 stigum.

 Mynd: Strákarnir í Grindavík

C liðið vann alla þrjá leiki sína gegn Val B, Aftureldingu og Sindra. Þeir unnu þar með riðilinn og komnir í D riðil.

 Mynd: Strákarnir hérna í C liðinu

Næsta fjölliðamót hjá 8. flokki er helgina 16. – 17. mars

Áfram KR!

Deila þessari grein