Körfuknattleiksdeild

9 flokkur karla Íslandsmeistarar

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔11.May 2017
9 flokkur karla Íslandsmeistarar
Laugardaginn 7.maí fóru fram undanúrslit 9.flokks karla. Þar mættu okkar menn í KR Stjörnunni og í hinum undanúrslitaleiknum spiluðu Valur og Fjölnir sem kepptu til íslandsmeistaratilsins á seinasta tímabili þar sem Valur hafði betur. Fóru leikar þannig að KRingar unnu Stjörnuna í æsispennandi leik sem fór í framlengingu 51-55 og Fjölnismenn unnu Valsara 60-73. Þar með mætti KR Fjölni í úrslitaleiknum 8.maí. Þar fór fram hörkuleikur alveg fram en Fjölnir byrjaði leikinn betur og komust yfir 18-9 eftir fyrsta leikhluta. En KR komu sterkir til baka og unnu alla næstu þrjá leikhluta, en komust þrátt fyrir það aldrei yfir fyrr en það voru 4 sekúndur eftir af leiknum með tveimur vítaskotum sem tryggði sigurinn.
Þar með eru KRingar íslandsmeistarar í 9.flokk 2017 frábær árangur hjá strákunum sem eru búnir að standa sig alveg frábærlega í vetur!
Deila þessari grein

Tengdar greinar