Körfuknattleiksdeild

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔07.February 2020

KR-ingar sigruðu Keflavík 88-82 í hörkuleik sem fór fram í DHL-Höllinni í kvöld, Keflavík leiddu í hálfleik 38-39. Frammistöðu kvöldsins átti Dino Cinac en hann skoraði 22 stig, tók 5 fráköst, stal 3 boltum og varði 2 skot.

Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur en Guðmundur Jónsson skoraði 5 stig í upphafi en KR-ingar með Mike Craion og Dino Cinac í ham komust yfir 14-13. Milka og Kahlil voru að skora mikið fyrir Keflavík sem leiddu 20-24 eftir fyrsta leikhluta. KR-ingar voru að spila góða vörn og var mikil barátta í leiknum, KR-ingar komust yfir í öðrum leikhluta og leiddu 38-36 áður en Callum setti niður þriggja stiga körfu undir lok fyrri hálfleiks og Keflavík fóru með eins stigs forystu. KR liðið var að fá framlag frá öllum sínum leikmönnum og virkuðu þéttir í kvöld.

Guðmundur Jóns byrjaði seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri og Keflavík náðu sex stiga forystu 38-44, KR-ingar þéttu vörnina enn frekar og skorðu úr stöðunni 51-51 fimmtán stig gegn fjórum og leiddu 66-55. Sjö síðstu stig leikhlutans voru Keflavíkur og staðan 66-62 eftir þrjá leikhluta. Keflvíkingar komust svo yfir 66-67 í upphafi fjórða leikhluta. Helgi Már Magnússon smellti niður góðum þrist í h0rninu og Mike og Jakob komu KR í 73-67. Brynjar Þór hafði hægt um sig í stigaskorinu en hans eina karfa kom KR í 76-71. Dino Cinac kom með svakalegar körfur á mikilvægum augnablikum og KR leiddu 82-73 sem var mesta forysta í leiknum. Hörður og Kahlil minnkuðu muninn í 82-79og svo aftur 84-82. Lokasekúndurnar voru æsispennandi, KR fengu innkast undir körfu Keflavíkur með 1.5 sekúndu á skotklukkunni. Jón Arnór skoraði eftir frábæra hreyfingu og kom KR í 86-82 þegar lítið var eftir. Keflavík reyndu þriggja stiga skot sem gengu ekki upp og KR kláruðu leikinn á vítalínunni, flottur sigur 88-82.

KR-ingar hafa því sigrað báða leiki liðanna í vetur en eru í 5. sæti deildarinnar á meðan að Keflavík eru í 2.sætinu.

Einsog áður sagði þá var þetta sigur liðsheildarinnar og mikill stígandi í leik liðsins.

Vel var mætt og frábær stemmning á pöllunum þar sem öflugur hópur stýrðu ferðinni.

Tölfræði leiksins

Nú er framundan hlé í deildinni og lengra hlé fyrir þau lið sem ekki eru í bikarkeppninni. Næsti leikur KR-inga er gegn Njarðvík á útivelli mánudaginn 2. mars.

Ingimar Victorsson mætti með myndavélina

 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir