Körfuknattleiksdeild

KR-konur geta minnkað forskot Keflavíkur – Bikarsamantekt frá ÓÓJ

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔10.February 2020

Heimasíðan fékk snillinginn Óskar Ófeig Jónsson til að taka saman tölfræðilegar staðreyndir um bikarþáttöku KR kvenna frá 1975-2019.  Greinin er skemmtileg lesning fyrir undanúrslitaleik KR og Vals í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 17:30.

Upplýsingar um kaup á miðum í Laugardalshöllina

KR-konur geta minnkað forskot Keflavíkur

Ekkert félag hefur spilað fleiri bikarúrslitaleiki (23) eða unnið bikarinn oftar (15) í kvennaflokki en Keflavík. KR sló hins vegar Keflavíkurliðið út úr bikarnum í ár og fær nú tækifæri til að minnka forskot Keflavíkurkvenna. KR er í 2. sæti í bæði leiknum bikarúrslitaleikjum (17) og í bikartitlum (10)

Flestir bikarúrslitaleikir kvennaliða 1975-2019:
23 – Keflavík
17 – KR
14 – ÍS
9 – Haukar
8 – ÍR

Flestir bikarmeistaratitlar kvennaliða 1975-2019:
15 – Keflavík
10 – KR
7 – ÍS
6 – Haukar
2 – Grindavík

Flestir bikarsilfur kvennaliða 1975-2019:
8 – Keflavík
7 – KR
7 – ÍS
7 – ÍR
4 – Grindavík

——————————————————————————-

Næstlengsta bið kvennaliðs KR eftir bikarmeistaratitli

Það eru liðin ellefu ár síðan að KR-konur unnu síðast bikarinn en því hafa þær ekki náð síðan árið 2009. Aðeins einu sinni áður hefur kvennalið KR þurft að bíða lengur eftir bikarnum.

KR vann ekki bikarinn í tólf ár frá 1987 til 1999. KR-liðið fór þrisvar í bikarúrslitaleikinn á þessum tíma en tapaði í öll þrjú skiptin eða árin 1993, 1995 og 1997.

Ísraelski bakvörðurinn eftirminnilegi Limor Mizrachi átti mikinn þátt í að biðin tók loksins enda 6. febrúar 1999. KR vann þá 30 stiga sigur á ÍS í bikarúrslitaleiknum þar sem Limor Mizrachi var með 23 stig, 10 stoðsendingar, 9 fráköst og 6 stolna bolta. KR-liðið skoraði 30 körfur í leiknum og Limor kom með beinum hætti að nítján þeirra.

Mynd: Limor Mizrachi hérna sem þjálfari U16 kvenna hjá Ísrael

Tveir leikmenn þessa KR-liðs voru búnar að tapa þrisvar sinnum í bikarúrslitum með KR fyrir þennan leik en náðu loksins að fagna sigri. Þetta voru þær Guðbjörg Norðfjörð og Helga Þorvaldsdóttir. Þær urðu einnig bikarmeistarar með KR tvisvar sinnum til viðbótar á næstu þremur árum á eftir.

Lengsta bið KR-kvenna eftir bikarnum
(Bikarkeppnin kvenna fór fyrst fram árið 1975)
12 ár 1987-1999
11 ár 2009- í gangi
7 ár 2002-2009
5 ár 1977-1982

——————————————————————————-

Fjórar hafa lyft bikarnum tvisvar sinnum

Fjórar KR-konur hafa náð því að taka tvisvar sinnum á móti bikarnum sem fyrirliðar bikarmeistaraliðs KR. Þetta eru þær Emilía Sigurðardóttir, Linda Jónsdóttir, Sigrún Cora Barker og Kristín Björk Jónsdóttir. Emilía Sigurðardóttir tók fyrst við bikarnum og Hildur Sigurðardóttir varð síðasti fyrirliði KR sem tók við bikarnum fyrir ellefu árum.

Mynd: Systurnar Hildur og Guðrún Arna Sigurðardætur lyftu bikarnum 2009.

KR-ingar sem hafa oftast lyft bikarnum í sögu bikarkeppninnar 1975-2019:
2 – Emilía Sigurðardóttir (1976 og 1977)
2 – Linda Jónsdóttir (1982 og 1983)
2 – Sigrún Cora Barker (1986 og 1987)
2 – Kristín Björk Jónsdóttir (2001 og 2002)
1 – Guðbjörg Norðfjörð (1999)
1 – Hildur Sigurðardóttir (2009)

Mynd: Emilía Sigurðardóttir lyfti bikarnum tvívegis með KR

Þjálfarar sem hafa gert kvennalið KR að bikarmeisturum í sögu bikarkeppninnar 1975-2019:
2 – Ágúst Líndal (1986 og 1987)
2 – Stewart Johnson (1982 og 1983)
1 – Guttormur Ólafsson (1976)
1 – Einar Bollason (1977)
1 – Óskar Kristjánsson (1999)
1 – Kristinn Einarsson, Keflavík
1 – Henning Henningsson (2001)
1 – Keith Vassell (2002)
1 – Jóhannes Árnason, KR (2009)

Mynd: Ágúst Líndal hefur stýrt kvennaliði KR tvívegis til bikarmeistaratitils

——————————————————————————-

Tvíburasysturnar spiluðu níu bikarúrslitaleiki með KR og unnu sex

Tvíburasysturnar Linda og Erna Jónsdætur eru þær körfuboltakonur sem hafa spilað flesta bikarúrslitaleiki með KR í gegnum tíðina. Þær Linda og Erna spiluðu alls níu bikarúrslitaleiki með KR frá 1975 til 1987 og urðu sex sinnum bikarmeistarar. Átta þessara bikarúrslitaleikja fóru fram í Laugardalshöll en sá fyrsti var spilaður á Akureyri.

Emilía Sigurðardóttir lék sjö bikarúrslitaleiki með KR og var fimm sinnum bikarmeistari en þær Helga Þorvaldsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð náðu því báðar að spilar sex bikarúrslitaleiki fyrir KR og unnu þrjá þeirra.

Bæði Helga Þorvaldsdóttir og Guðbjörg Norðfjörð urðu þó oftar bikarmeistarar á ferlinum. Guðbjörg varð bikarmeistari með Haukum 1992 og Helga varð bikarmeistari með ÍS 2006.

Mynd: Helga Þorvaldsdóttir átti glæsilegan feril með KR og landsliðinu

——————————————————————————-

Linda og Erna með í sex fyrstu bikarmeistaratitlum KR

Linda og Erna Jónsdóttir urðu sex sinnum bikarmeistarar með KR eða oftar en allar aðrar í sögu meistaraflokks kvenna hjá KR. Emilía Sigurðardóttir vann bikarinn fimm sinnum með og Björg K Kristjánsdóttir varð fjórum sinnum bikarmeistari.

Mynd: Systurnar Linda og Erna Jónsdætur með í sex fyrstu bikarmeistaratitlum KR

Linda, Erna, Emilía og Björg voru með í fjórum fyrstu bikarmeistaratitlum KR en Linda og Erna voru síðan með í þeim sex fyrstu. Á þessum árum vann KR-liðið alltaf bikarinn tvö ár í röð, fyrst 1976 og 1977, svo 1982 og 1983 og loks 1986 og 1987.

Flestir bikarmeistaratitlar sem leikmenn kvennaliðs KR:
Linda Jónsdóttir 6
Erna Jónsdóttir 6
Emilía Sigurðardóttir 5
Björg K Kristjánsdóttir 4
Kristín Björk Jónsdóttir 3
Kristjana Hrafnkelsdóttir 3
Helga Þorvaldsdóttir 3
Hildur Sigurðardóttir 3
Sigrún Cora Barker 3
Guðbjörg Norðfjörð 3
Sólveig Þórhallsdóttir 3
Guðrún Arna Sigurðardóttir 3

——————————————————————————-

Linda eina KR-konan sem hefur komist yfir hundrað stiga múrinn

Linda Jónsdóttir hefur skorað langflest stig fyrir KR í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll en hún skoraði alls 129 stig í átta bikarúrslitaleikjum sínum í Höllinni frá 1976 til 1987 sem gera 16,1 stig að meðaltali í leik.

Helga Þorvaldsdóttir kemur næst en hún skoraði 13,7 stig að meðaltali í sex bikarúrslitaleikjum sínum með KR frá 1993 til 2002 eða samtals 82 stig. Helga komst upp fyrir Emilía Sigurðardóttur og í annað sætið með því að skora 24 stig í síðasta bikarúrslitaleik sínum með KR.

Flest stig fyrir KR í bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni:
129 stig – Linda Jónsdóttir
82 stig – Helga Þorvaldsdóttir
77 stig – Emilía Sigurðardóttir
59 stig – Kristín Björk Jónsdóttir
57 stig – Guðbjörg Norðfjörð
56 stig – Hildur Sigurðardóttir
44 stig – Kristjana Hrafnkelsdóttir
43 stig – Erna Jónsdóttir
35 stig – Heather Corby
30 stig – Katie Wolfe
27 stig – Sigrún Cora Barker
25 stig – Björg K Kristjánsdóttir
23 stig – Limor Mizrachi

Mynd: Guðbjörg Norfjörð, Kristín B. Jónsdóttir og Hanna Kjartansdóttir fagna bikartiltlinum 1999.

——————————————————————————-

Stigamet Heather Corby orðið nítján ára gamalt

Bandaríska körfuboltakonan Heather Corby á stigamet KR í bikarúrslitaleik en hún skoraði 35 stig í sigri á Keflavík í bikarúrslitaleiknum árið 2001.

Heather Corby skoraði ekki aðeins 35 stig heldur var hún einnig með 17 fráköst, 6 varin skot, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta í leiknum sem skilaði henni framlagsjöfnu upp á 46 stig.

Heather Corby bætti þar fimmtán ára met Lindu Jónsdóttur frá því í bikarúrslitaleiknum árið 1986 þegar Linda skoraði 35 stig af 47 stigum KR-liðsins í sigri á ÍS eða 74 prósent stiga liðsins. Linda tók þar stigamet Emilíu Sigurðardóttur frá 1982. Emilía var þá sú fyrsta til að skora tuttugu stig fyrir KR í bikarúrslitaleik kvenna.

Mynd: Heather Corby snéri sér að fyrirsætustörfum eftir að leika mjög vel með KR og á hún ennþa stigamet í bikarúrslitaleik með KR.

Flest stig hjá KR-ing í bikarúrslitaleik:

35 stig
Heather Corby í bikarúrslitaleiknum 2001

33 stig
Linda Jónsdóttir í bikarúrslitaleiknum 1986

30 stig
Katie Wolfe í bikarúrslitaleiknum 2004

25 stig
Emilía Sigurðardóttir í bikarúrslitaleiknum 1982

24 stig
Helga Þorvaldsdóttir í bikarúrslitaleiknum 2002

23 stig
Limor Mizrachi í bikarúrslitaleiknum 1999

19 stig
Hildur Sigurðardóttir í bikarúrslitaleiknum 2004
Helga Þorvaldsdóttir í bikarúrslitaleiknum 1995
Chazny Paige Morris í bikarúrslitaleiknum 2011
Linda Jónsdóttir í bikarúrslitaleiknum 1987
Emilía Sigurðardóttir í bikarúrslitaleiknum 1977
Kristjana Hrafnkelsdóttir í bikarúrslitaleiknum 1987

——————————————————————————-
Fyrsti undanúrslitaleikur KR-kvenna í sex ár

Það eru liðin sex ár síðan að KR-konur komust síðast svona langt í bikarnum en þær voru síðast í undanúrslitum bikarsins árið 2014. Þá fóru undanúrslitaleikirnir ekki fram í Laugardalshöllinni og KR tapaði 88-61 á móti Snæfelli í Stykkishólmi. Þjálfari Snæfellsliðsins var Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari karlaliðs KR í dag og í þessu Snæfellsliði var einnig Hildur Björg Kjartansdóttir, núverandi leikmaður KR-liðsins.

Hildur Björg Kjartansdóttir var KR erfið í þessum undanúrslita en hún skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Í þessu Snæfellsliðið voru líka tveir leikmenn sem hafa unnið bikarinn með KR eða þær Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir.

Mynd: Hildur Björg Kjartansdóttir lék með Snæfell gegn KR 2014.

Eini leikmaður KR í dag sem tók þátt í þessum leik var Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir sem spilaði þó aðeins í rúma mínútu í leiknum.

Þetta er líka eini undanúrslitaleikurinn frá og með árinu 2001 sem KR-konur hafa ekki unnið því þær tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum í öllum fimm undanúrslitaleikjum sínum frá 2001 til 2013 (2001, 2002, 2004, 2009 og 2011).

——————————————————————————-

22 ár síðan að Benedikt vann síðast bikarinn

Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, hefur unnið flesta titla oftar en einu sinni á þjálfaraferlinum en bikarinn hefur hann aftur á móti aðeins unnið einu sinni sem þjálfari. Það er líka orðið svolítið langt síðan.

Benedikt vann sinn fyrsta stóra titil sem meistaraflokksþjálfari 14. febrúar 1998 þegar hann stýrði Grindavíkurliðinu til sigurs á móti KFÍ í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.

Síðan þá hefur Benedikt farið tvisvar sinnum með karlalið í bikarúrslitaleik en tapaði í bæði skiptin, fyrst með Fjölni á móti Njarðvík 2005 og svo með KR á móti Stjörnunni árið 2009.

Mynd: Benedikt Rúnar Guðmundsson

——————————————————————————-

Margar í KR-liðinu eiga harma að hefna frá síðasta bikarleik sínum í Höllinni

KR-konur ættu að vera hungraðar í bikarsigur því allar sem hafa spilað bikarleik í Höllinni töpuðu í síðustu bikarferð sinni í Laugardalshöllina. Átta leikmenn KR-liðsins í dag hafa farið áður í bikarleik í Höllinni og töpuðu allar þegar þær voru það síðast. Margrét Kara Sturludóttir, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir hafa hins vegar allar náð að vinna bikarinn á ferlinum. Kara og Þorbjörg með KR en Unnur Tara með Haukum. Unnur Tara hefur mátt bíða lengst eftir að verða bikarmeistari en hún vann bikarinn í fyrsta og eina skiptið fyrir þrettán árum síðan.

Síðustu bikarleikir KR-stelpna í Laugardalshöllinni

Sóllilja Bjarnadóttir – tap með Breiðabliki í undanúrslitum 2019
Sanja Orazovic – tap með Breiðabliki í undanúrslitum 2019
Danielle Victoria Rodriguez – tap með Stjörnunni í bikarúrslitum 2019
Alexandra Eva Sverrisdóttir – tap með Stjörnunni í bikarúrslitum 2019
Hildur Björg Kjartansdóttir – tap með Snæfelli í bikaúrslitum 2014
Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir – tap með KR í bikarúrslitum 2011
Margrét Kara Sturludóttir – tap með KR í bikarúrslitum 2011
Unnur Tara Jónsdóttir – tap með Haukum í bikarúrslitum 2008

Mynd: Einar Bollason þjálfaði KR konur 1977

——————————————————————————-

Kara og Þorbjörg voru með í síðasta bikarsigri KR

Það eru liðin ellefu ár síðan að KR-konur unnu síðast bikarmeistaratitilinn en það var eftir sigur á Keflavík í bikarúrslitaleiknum 2011. KR vann leikinn 76-60 eftir að hafa verið komnar átta stigum yfir, 25-17, eftir fyrsta leikhlutann.

Tveir leikmenn KR-liðsins í dag voru í þessu bikarmeistarliði KR eða þær Margrét Kara Sturludóttir og Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir. Margrét Kara var með 6 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hún var þar að spila á móti sínum gömlu félögum í Keflavík.

Margrét Kara og Þorbjörg Andrea voru líka með í síðasta bikarúrslitaleik KR fyrir níu árum en KR-liðið tapaði þá með tíu stigum á móti Keflavík, 62-72.

Mynd: Margrét Kara Sturlaugsdóttir í leik með KR 2011.

——————————————————————————-

Hafa unnið fleiri bikarleiki í vetur en fimm tímabil þar á undan – Enduðu 23 ára bið Benna

KR-konur hafa unnuð tvo bikarsigra á leið sinni í Laugardalshöllina. Þær unnu fyrst 1. deildarliðs Fjölnis í sextán liða úrslitum og svo lið Keflavíkur í átta liða úrslitum en báðir leikir fóru fram á útivelli.

KR liðið hafði tapað 5 af 6 bikarleikjum sínum á síðustu fimm tímabilum fyrir þennan vetur og er því búið að vinna fleiri bikarleiki tímabilið 2019-20 (2) en samanlagt á tímabilunum 2014-15 (1), 2015-16 (0), 2016-17 (0), 2017-18 (0) og 2018-19 (0).

Þjálfarinn Benedikt Guðmundsson var líka búinn að bíða svolítið eftir bikarsigri sem þjálfari kvennaliðs KR eða í samtals 23 ár. Tveir leikmenn KR-liðsins í þessum langþráða bikarsigri voru ekki fæddar þegar Benedikt fagnaði síðast bikarsigri með kvennaliði.

Þegar KR konur slógu Fjölni út úr sextán liða úrslitunum þá var það fyrsti sigur Benedikts Guðmundssonar í bikarkeppni kvenna síðan hann stýrði KR-konum í fyrsta skiptið fyrri hluta 1996-97 tímabilsins. Benedikt þjálfaði KR-konur tímabilin 2009-10, 2017-18 og 2018-19 án þess að vinna bikarleik. Hann beið alls í 8395 daga eftir bikarsigri eða frá 12. desember 1996 til 7. desember 2019.

——————————————————————————-

Helga með flest stig, Guðbjörg flest fráköst og Hildur flestar stoðsendingar

Tölfræði úr bikarúrslitaleikjum kvenna er aðgengileg frá árinu 1993 og það er athyglisvert að sjá hvaða KR-konur hafa skarað fram úr í helstu tölfræðiþáttum þegar kemur að leikjum í bikarúrslitum frá 1993 til 2019.

Helga Þorvaldsdóttir hefur skorað flest stig fyrir KR-liðið í bikarúrslitum á þessum tíma og hún er einnig með flestar þriggja stiga körfur. Helga er líka inn á topp þrjú í bæði fráköstum og stoðsendingum.

Hildur Sigurðardóttir hefur gefið flestar stoðsendingar fyrir KR í bikarúrslitum og Hildur er einnig í öðru sæti í fráköstum og þriðja sæti í stolnum boltum.

Guðbjörg Norðfjörð er efst KR-kvenna í bæði fráköstum og stolnum boltum og kemst einnig inn á topp þrjú í stigaskori.

Hin ísraelska Limor Mizrachi er bæði inn á topp þrjú í stoðsendingum og þriggja stiga körfum þrátt fyrir að hafa spilað aðeins einn bikarúrslitaleik því hún var með 10 stoðsendingar og fjórar þriggja stiga körfur í bikarúrslitaleiknum árið 1999. Chazny Paige Morris lék líka aðeins einn bikarúrslitaleik fyrir KR og skoraði fimm þrista í honum sem skilar henni upp í annað sætið á þeim lista.

Mynd: Óskar Kristjánsson var þjálfari KR kvenna árið 1999

Besti árangur KR-inga í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni frá 1993 til 2018
(Bikarúrslitaleikir frá 1993 og undanúrslitaleikir frá 2017)

Flestir leikir
Guðbjörg Norðfjörð 6
Helga Þorvaldsdóttir 6
Hildur Sigurðardóttir 5
Kristín Björk Jónsdóttir 5
Guðrún Arna Sigurðardóttir 4
Georgia Kristiansen 3
Linda Stefánsdóttir 3
María Guðmundsdóttir 3
Sigrún S Skarphéðinsdóttir 3

Flest stig
Helga Þorvaldsdóttir    82
Kristín Björk Jónsdóttir    59
Guðbjörg Norðfjörð    57
Hildur Sigurðardóttir    56
Heather Corby    35
Katie Wolfe    30
Limor Mizrachi    23
Chazny Paige Morris    19
Helga Einarsdóttir    18
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir    18
Gréta María Grétarsdóttir    17
Carrie Coffman    17

Flestar þriggja stiga körfur
Helga Þorvaldsdóttir 10
Chazny Paige Morris 5
Limor Mizrachi 4
Hildur Sigurðardóttir 2
Sigrún S Skarphéðinsdóttir 2

Flest fráköst
Guðbjörg Norðfjörð    50
Hildur Sigurðardóttir    40
Helga Þorvaldsdóttir    27
Gréta María Grétarsdóttir    19
María Guðmundsdóttir    19
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir    18
Heather Corby    17
Kristín Björk Jónsdóttir    16

Flestar stoðsendingar
Hildur Sigurðardóttir    31
Helga Þorvaldsdóttir    14
Limor Mizrachi    10
Kristín Björk Jónsdóttir    8
Gréta María Grétarsdóttir    8
Guðbjörg Norðfjörð    7
Margrét Kara Sturludóttir    7

Flestir stolnir boltar
Guðbjörg Norðfjörð    17
Gréta María Grétarsdóttir    9
Hildur Sigurðardóttir    8
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir    8
Limor Mizrachi    6
Kristín Björk Jónsdóttir    6
Margrét Kara Sturludóttir    6

Flest varin skot
Heather Corby    6
Helga Þorvaldsdóttir    4
Carrie Coffman    4
Hildur Sigurðardóttir    3
Elínborg Herbertsdóttir    3
Gréta María Grétarsdóttir    2
Margrét Kara Sturludóttir    2
Linda Stefánsdóttir    2
Chazny Paige Morris    2
Signý Hermannsdóttir    2

Mynd: Guðbjörg Norfjörð, Sigrún Skarphéðinsdóttir, Emilie Rasmusen, Hildur Sigurðardóttir, Hanna Kjartansdóttir, Gréta María Grétarsdóttir og Kristín B. Jónsdóttir

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir