Körfuknattleiksdeild

Viðtal við Sigrúnu Skarphéðinsdóttur – upphitun fyrir bikarinn

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔11.February 2020

Við tókum KR goðsögnina Sigrúnu Skarphéðinsdóttur í tilefni þess að meistaraflokkur kvenna er að spila í Höllinni á fimmtudag í Geysisbikarnum í létt spjall. Sigrún spilaði með sigursælu KR liði og þekkir það vel að spila á stóra sviðinu. Sigrún er ennþá að gefa af sér til félagsins og þjálfar yngri flokka, bæði stelpur og stráka. Hún er frábær í því hlutverki og þessi gamla þriggja stiga skytta og sinn þátt í því hversu öflugt kvennastarfið er orðið í körfunni.

Mynd: Sigrún Skarphéðinsdóttir

Nú hefur þú spilað í Höllinni bikarleiki með góðum árangri. Hvernig var upplifunin?

Maður fyllist gleði og stolti yfir því að hafa komist alla leið í höllina.

Hvernig eru þessir leikir öðruvísu en aðrir leikir?

Bikarúrslitaleikir eru alltaf skemmtulegustu leikirnir, það er mikið í húfi og þú spilar á stóra sviðinu , þú færð bara einn sjéns og Það er allt gefið í þennan leik. Áhorfendur eru peppaðir og samheldnin mikil hjá liðinu og stuðningurinn frá öllum í klúbbnum er ómetanlegur. Andrúmsloftið er bara rafmagnað og erfitt að lýsa þessu.

En í dag þegar ég horfi á bikarúrslitaleiki þá fæ ég fiðring í magann og maður skilur tilfinninguna þegar nýkrýndir bikarmeistararnir lyfta bikarnum.

Hvaða ráð vilt þú gefa stelpunum fyrir leikinn gegn Val?

Þær verða að gefa allt í þennan leik og skilja allt eftir á gólfinu, ekki sjá eftir neinu og reyna líka að njóta augnabliksins.

Mynd: Sigrún er frábær þjálfari sem gefur mikið af sér til iðkenda sinna

Hver er munurinn á kvennaboltanum frá því þegar þú varst að spila og núna í dag?

Leikmenn í dag eru líkamlega sterkari Því núna er lögð mikil áhersla á alla líkamsþjálfun svo byrja þær mun yngri að æfa og tileinka sér undirstöðuatriðin miklu fyrr. Þær eru hávaxnari, sneggri. Þjálfararnir eru með meiri menntun og mikinn metnað fyrir starfinu. Þeir nýta sér tæknina í dag sem var ekki komin í svona miklu mæli og nú. Það er samt eitt sem breytist ekki og það er áhuginn og ástríðan fyrir íþróttinni.

Mynd: Sigrún Skarphéðinsdóttir neðst til vinstri eftir að liðið fagnaði Íslandsmeistaratilti 1999.

Upplýsingar um miðasölu á leikinn KR – Valur 

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu

Sumarnámskeið í körfu er klárt en Brynjar Þór Björnsson mun stýra því. Skráning fer fram á kr.felog.is

Lesa meir