Körfuknattleiksdeild

Ágúst Sigurður Björgvinsson þjálfar meistaraflokk Hamar

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔07.November 2007

Ágúst Sigurður Björgvinsson sem þjálfað hefur hjá Körfuknattleiksdeild KR bæði yngriflokka og verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks félgasins mun taka við þjálfum á meistaraflokksliði Hamars frá Hveragerði.  Ágúst mun halda áfram með yngriflokka KR.


Mynd:Ágúst Sigurður í baráttu stellingu fyrir norðan í leik gegn Þór Akureyri.

Myndina tók Rúnar Haukur Ingimarsson thorsport.is

Ágúst Sigurður sem hætti þjálfun á meistaraflokk kvenna hjá Haukum á síðasta vori þar sem hann náði að vinna allt sem í boði var með liðið ákvað síðla sumars að taka slaginn með okkur KR-ingum og er hann að þjálfa yngriflokka félagsins sem og var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR. 


Ágúst Sigurður mun láta af störfum sem við kemur meistaraflokk félgasins og taka við þjálfun meistaraflokks Hamars frá Hveragerði en Pétur Ingvarsson hafði hætt í mesta bróðerni við Hamarsmenn eftir tíu ára þjálfun liðsins.


Heimasíðan setti sig í samband við Ágúst og spurði hann nokkurra spurninga.


Hvernig kom þetta til að þú ert farinn að þjálfa Hamarsliðið?

Lárus formaður átti samtal við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að taka við karlaliði Hamars.  Þar sem metnaður minn er mikill var ég áhugasamur um að þjálfa lið í efstu deild og ég fann fyrir góðum stuðningi frá Benna Guðmunds, Inga Þór, Fannari, Böðvari og Palla Kolbeins um ákvörðun mína og mun ég alltaf halda góðu sambandi við KR.


Var þetta erfið ákvörðun?

Já, það er erfið ákvörðun, það sem er erfiðast er að klára ekki það sem maður var byrjaður á, en ég er nú tekinn við nýju og skemmtilegu verkefni sem á eftir að verða mjög mikil áskorun þar sem ég þarf að feta í fótspor Péturs Ingvarssonar sem hefur náð frábærum á löngum ferli með liðið og má segja hafi byggt upp lið í bænum.


Nú hefur þú verið í hlutverki aðstoðarþjálfara í vetur eftir frábæran vetur sem aðalþjálfari með Haukana á síðasta ári, var það ekkert erfitt?

Það voru mikil viðbrigði eftir að hafa verið aðalþjálfari í mjög sigursælu liði, en sem aðstoðarþjálfari hef ég verið í sérhæfðum verkefnum sem hafa verið mér mjög lærdómsrík og skemmtileg.  Ég hef unnið mjög náið með Brynjari Björns, Darra Hilmars, Fannari Ólafs, Ernestas og Joshua.  Það hefur verið mjög áhugavert að vinna með svo góðum og metnaðargjörnum leikmönnum.  Það hefur verið lærdómsríkt fyrir mig að vera hluti af teymi sem ekki þekkist á Íslandi og ég held að það sé um okkur alla þótt tíminn hafi verið stuttur.


Hvað þarftu að gera til að koma Hamar á hærri hæðir?

Halda áfram góðu starfi og bæta við mínum áherslum en það á hugsanlega eftir að taka smá tíma. En ég er kannski vanur að taka við liði þegar á tímabilið er liðið, en þetta er í þriðja skipti sem ég geri það.


Nú ertu að þjálfa unga körfuknattleiksstráka í KR, muntu sinna því af heilum hug?

Að sjálfsögðu mun ég gera það, ég hef þjálfað körfubolta í 12 ár og alltaf hef ég verið með yngriflokk samhliða meistaraflokk.  Í viðræðum mínum við Hamarsmenn lagði ég mikið uppúr því að æfingar hjá KR og meistaraflokks Hamar myndu ekki rekast á.  Þegar að það var ljóst þá var ég til í slaginn, en ég er með frábæran aðstoðarmann Steingrím Gauta og munum við vinna þetta í sameiningu einsog við höfðum gert.Við óskum Ágústi til hamingju með nýja starfið og vonumst jafnframt eftir áframhaldandi góðu samstarfi við kappann í yngriflokkunum.

Deila þessari grein