Körfuknattleiksdeild

Almar Orri og Emma Sóldís valin í U15 landsliðið

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔16.March 2019

KKÍ tilkynntu í dag 18 manna hópanna hjá kvenna og karla liðum U-15 en liðin taka þátt í Copenhagen-Inviational mótinu daganna 21.-23. júní en hópurinn heldur út 20. júní. Við KR-ingar eigum tvo leikmenn í liðunum tveimur.

Almar Orri Atlason var valinn í U-15 karla en hópurinn er skipaður 18 leikmönnum sem munu vera í tveimur 9 manna liðum.

Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var valin í U-15 kvenna og er fyrirkomulagið það sama og hjá karlaliðinu.

Við óskum Almari Orra og Emmu Sóldísi innilega til hamingju og hvetjum þau til að leggja enn harðar að sér.

Deila þessari grein

Tengdar greinar