Körfuknattleiksdeild

Alvogen býður á völlinn – KR gegn Breiðablik

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔12.March 2019

Síðasta umferð Dominosdeildar karla verður leikin á fimmtudagskvöldið 14. mars. KR á enn möguleika á heimaleikjarétti í fyrstu umferð, en með sigri gegn Breiðablik og sigri Keflavíkur gegn Tindastól þá er 4.sætið okkar.

Alvogen sem er stærsti bakhjarl Körfuknattleiksdeildar KR ætlar að bjóða á leikinn og við hvetjum sem flesta til að nýta tækifærið og upplifa skemmtilega kvöldstund í DHL-Höllinni.  Fyrstu borgarar kvöldsins verða klárir 18:00 og því tilvalið að mæta í burger fyrir leik og fara yfir málefni líðandi stundar.

KKD KR þakkar Alvogen fyrir þetta frábæra boð og eins og áður kom fram þá er lag að mæta og hita upp fyrir úrslitakeppnina sem hefst í næstu viku.

ÁFRAM KR!

Deila þessari grein

Tengdar greinar