Körfuknattleiksdeild

Bandarískur bakvörður til liðs við kvennalið KR

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔10.October 2017
Bandarískur bakvörður til liðs við kvennalið KR

KR hefur samið við bandaríska leikmanninn Desiree „Dezz“ Ramos um að leika með kvennaliðinu í vetur. Ramos lék síðustu tvö tímabil með San Jose State háskólanum þar sem hún var með 21 stig að meðaltali í leik og 5,5 stoðsendingar. Hún útskrifaðist í vor með BA- gráðu í heimspeki. Ramos er 1,74 m á hæð og leikur stöðu bakvarðar. Hún kom til landsins á þriðjudag fyrir viku og lék sinn fyrsta leik þegar KR tók á móti Hamri frá Hveragerði á laugardag. Leikurinn gegn Hamri var jafnframt  fyrsti leikur KR í fyrstu deildinni og lauk honum með sigri  heimaliðsins, 93:56. Ramos hafði hægt um sig í stigaskorinu, en hélt boltanum vel og veitti liðinu kjölfestu. Hún skoraði sjö stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar á rúmum 26 mínútum. Eygló Kristín Óskarsdóttir var atkvæðamikil undir körfunni hjá KR og hitti einnig vel utan af velli. Hún var stigahæst KR-inga með 26 stig auk þess að taka átta fráköst. Perla Jóhannsdóttir kom næst henni með 20 stig, fjögur fráköst og fimm stoðsendingar. Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði níu stig, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir átta, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir sjö, Margrét Blöndal sex, Kristbjörg Pálsdóttir sex og Þóra Birna Ingvarsdóttir, Gunnhildur Bára Atladóttir og Unnur Tara Jónsdóttir tvö stig hver. Marín Laufey Davíðsdóttir átti bestan leik Hvergerðinga og skoraði 27                          stig, tæpan helming stiga liðsins.

Deila þessari grein

Tengdar greinar

Tap gegn Europrobasket á spáni

Tap gegn Europrobasket á spáni

Tap gegn Europrobasket liðinu í Valencia. Orri Hilmarsson var stigahæstur með 23 stig. Ungu leikmennirnir okkar fengu sviðið í kvöld gegn

Lesa meir