Körfuknattleiksdeild

Beint textalýsing frá leik KR og Snæfells

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔25.March 2007

Leikur 1. í viðureign KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar hefst kl. 19:15. Við verðum með beina textalýsingu hér á heimasíðu kkd. KR.


Þetta varð óþarflega spennandi. Taugatitrings varð vart í sóknarleik KR og vörnin opnaðist um of. En það er ekki spurt af því, 1-0 fyrir KR, það er aðalatriðið.  Nú er að fjölmenna í Hólminn á þriðjudaginn kemur.Skarpi fær boltann og lætur tímann líða, KR sigur 82-79.


Og það seinna, 82-79, KR boltann.


Darri setur fyrra niður


Helgi brýtur á Darra, ásetningur.


80-79, Hlynur með þrist! 4 sek eftir.


80-76, Seinna líka!!!


Fyrra niður!!


Skarpi á línunni.

Það standa allir í húsinu.


KR-ingar standa á fætur meðan Carnival De Paris hljómar í hátalarakerfinu.


Skarpi fær tvö víti og getur klárað leikinn.


Skarpi brunar fram en Justin brýtur fólskulega á honum, venjuleg villa dæmd.


Dari með frákastið eftir að Justin klikkar, 10 sek eftir.


Darri tapar boltanum aftur. 33 eftir.


Fannar með frákast. 50 sek eftir.


Darri tapar boltanum, 1 mín eftir.


78-76, eitt fór rétta leið.


Annað geigar.


Fyrsta niður.


Skarpi kemur inn fyrir JJ.


Nonni Mæju á þrjú vítaskot eftir leikhléið. Þetta er ótrúlegur viðsnúningur.


JJ brýtur á Jóni í þriggjastigaskoti, hans 5 villa. 1:18 eftir. KR tekur leikhlé.


Fannar klikkar á sniðskoti.


78-75, Jón með risaþrist. 1:50 efitr.


Snæfell með sóknarfrákast, JJ nær síðan stóru frákasti en klikkar svo á sniðskoti.


78-72, seinna niður! 2:45 eftir.


Hlynur brýtur á JJ, tvö skot.


Tyson klikkar á skoti en stelur boltanum, rólegir nú!


Stemmningin í húsinu er Snæfellsmegin.


Leikurinn er að snúast gestunum í vil. 20-10 í þriðja leikhluta og allt getur gerst.


KR leikhlé. 3:21 eftir.


77-72, Jón Ólafur með risaþrist.


Tyson missir boltann, Snæfellingar ganga af göflunum á pöllunum.


77-69, Hlynur sniðskot.


77-67, seinna niður. 3:55 eftir.


Fannar klikkar á fyrra.


Villa á Árna, Fannar tvö skot.l


76-67, Justin stelur boltanum, Árni skorar úr sniðskoti.


JJ lendir í samstuði við Sigga og liggur eftir, KR á boltann.


Hlynur brýtur á Skapra, tvær villur á Hlyn.


Skynsamir svo KR-ingar!


Hlynur tapar boltanum. 4:44 eftir.


Snæfell á boltann.


HG hýtur að kveikja í mannskapnum.


Smá titringur í sóknarleik KR. Búggi setur Herbert Guðmundsson á fóninn. Can’t walk away Remix útgáfan.


KR tapar boltanum, KR tekur leikhlé.


76-65, Siggi með þrist. 5 mín eftir.


Pálmi inn fyrir Skarpa.


Tyson klikkar á þrist.


Brilli klikkar á þrist, KR fær boltann. 5:50 eftir.


Snæfell missir boltann.


76-62, Fannar með húkkskot.


Brilli klikkar á þrist en nær boltanum.


74-62, vítið niður hjá Sigga.


Fannar kemur inn fyrir Edo sem fær mikið klapp fyrir góðan leik.


74-61, Siggi skorar og villa á Edo, hans 5. villa.


74-59, Skarpi sniðskot. Góð innkoma hjá honum.


72-59, Siggi sniðskot. 7 mín eftir.


Vafasöm villa á Edo.


72-57, saman, fyrra niður, seinna ekki.


Guðni brýtur illa á Skarpa, tvö skot. Þrír inn hjá Snæfell, Siggi, Helgi, Martin.


71-57, Hlynur skorar en hefði vel getað fengið sóknarvillu fyrir olnbolgan í andlitið.


71-55, fyrra niður, seinna ekki.


Guðni brýtur á Skarpa, tvö skot.


Edo vinnur boltann, gríðarlega barátta. Hann er að koma sterkur inn.


JJ klikkar á stökkskoti.


9 mínútur eftir.


Skref á Magna.


70-55, Brilli með þrist “down-town”.


Snæfell í svæðisvörn.


Villa á Guðna.


67-55, Guðni með þrist. Ískaldur.


Lokaleikhlann byrja Snæfell, þetta verður spennandi, nær KR að halda þetta út??Edo klikkar á þrist og leiktíminn rennur út.


67-52, Justin stökkskot. 13 eftir.


30 sek eftir.


67-50, seinna niður.


Klikkar á fyrra.


Skarpi með tvö vítaskot.


Darri inn fyrir Fannar.


Fannar með varnarfrákast, kastar frá á Tyson sem gefur á Skarpa. Justin brýtur á honum, tvö skot.


Jæja, áfram með leikinn!!

Þrjár sekúndur á Fannar. Skref hefði verið skiljanlegt en ekki þetta. Þá viljum við fá það sama hinumegin.


66-50, Siggi með stökkskot.


66-48, Tyson stelur boltanum og setur sniðskot.


Skarpi klikkar á þrist þegar skotklukkan rennur út.


Skarpi er kominn fyrir JJ.


Edo stelur boltanum, 2;08 eftir.

Árni með sóknarfrákast eftir þrist frá Justin. Árni hefur snúið ökklan, Hlynur kemur inn með myndarlegan plástur.


Fannar klikkar á sniðskoti.


Edo nær frákasti, villa á Árna.


64-49, setur fyrra, Siggi með sóknarfrákast.


Martin með tvö skot.


Sola kominn með 20 stig, Brilli 12 Fannar 10. 


Fannar, Skarpi, Edo með þrjár villur, JJ með fjórar.


Fjórða villan á JJ. KR tekur leikhlé. 2:54 eftir.


Fannar klikkar á stökkskoti.


64-47, Jón svarar með þrist. 3:20 eftir.


64-44, JJ með stóran þrist.


Skref á Magna.


61-44, Brilli með stökkskot.


Villa á Magna, hans önnur!!! Allt að gerast.


59-44, Magni með körfu eftir sóknarfrákast.


59-42, JJ með sniðskot.


Dæmd villa á Justin, dómararnir uppskeri mikið lófaklapp.


57-42, skotið niður.


57-41, Justin skorar og fær villu á Tyson, skot. Brilli inn fyrir Pálma. 4:52 eftir af þriðja.


57-39, JJ með stóran þrist.


54-39, bæði niður hjá Justin.


JJ ver skot frá Justin en dæmd villa. Fæst orð bera minnsta ábyrgð um þetta.


Edo klikkar á stökkskoti.


54-37, setur seinna niður. 5:35

Það hefur verið dæmd skotvilla, Hlynur fór útaf og Jón tekur vítin í hans stað.


Hlynur hefur orðið fyrir hnjaski, lenti saman við Fannar og fer útaf.


Villa á Edo, enn eitt matsatriðið. 16-6 í villum.


54-36, Fannar eftir ótrúlega stoðsendingu JJ. Hvernig sá hann Fannar??


52-36, Hlynur með sniðskot.


Darri klikkar á stökkskoti, brýtur á Sigga. JJ inn fyrir Darra.


Snæfell komið í svæðisvörn.


Hlynur brýtur á Fannari í baráttu um frákastið.


52-34, Hlynur eftir eigið sóknarfrákast.


JJ verður fyrir smá hnjaski, skiptir við Darra.


52-32, Fannar með góða hreyfingu á Hlyn. 7:44 eftir af þriðja leikhluta.


JJ ver skot frá Magna.


50-32, JJ með stökkskot, Tyson stoðsendingu.


Tyson með varnarfrákast.


48-32, Tyson stal boltanum af Hlyn, setur sniðskot.


Sóknarvilla á Fannar, hans þriðja villa.


46-32, Magni svarar með sniðskoti.


46-30, Edo opnar með þrist.


Seinni hálfleikur að hefjast. Edo inn fyrir Skarpa í byrjunarliðið.


Brilli og JJ með 10 stig hvor, Pálmi með 3 stoðsendingar, Tyson með tvo stolna, JJ með 5 fráköst, Tyson 4.

 


Siggi Þorvalds með 11 stig, Hlynur 7 fráköst.


Fínn fyrri hálfleikur en gestirnir vöknuðu aðeins til lífsins í lokin. Villuvandræði hjá KR, Skarpi með þrjár, Fannar, Edo, Pálmi og JJ með tvær. Snæfell með 5 liðsvillur í hálfleiknum, enginn með meira en eina villu. Þetta er enginn munur í körfubolta eins og maðurinn sagði. Við sjáum hvað setur í seinni hálfleik.Skot frá Tyson geigar og tíminn rennur út. 43-30 í hálfleik.


Hlynur ver skot frá Darra. 4 sek eftir.


43-30, Siggi með þrist.


Fótur á Darra, ný skotklukkan, 34 sek eftir.


Pálmi missir boltann


43-27, seinna niður. 1 mín eftir.


Justin klikkar á fyrra.


Fannar brýtur á Justin, tvö skot. Vantar örlítið upp á samræmi í dómum við körfuna, en varla nokkuð til að kvarta yfir…ennþá.


Brilli klikkar á þrist.


43-26, sinna niður. Árni inn fyrir Magna.


Klikkar á fyrra.


Fannar brýtur á Hlyn, bónus, tvö skot. 1:30 eftir.


Brilli klikkar í upplögðu færi, virtist vera brotið á honum.


Klikkar á skotinu.


43-25, Siggi með körfu og villu á Pálma.


43-23, Brilli sniðskot. Klassi!


Darri með gott frákast, kastar fram á Brilla.


Darri inn fyrir JJ. 2:09 eftir.


41-23, Brilli sniðskot.


Skotklukkan rennur út, KR á boltann. 2:26 eftir.


Tyson klikkar á þrist.


Hlynur klikkar á stökkskoti.


Pálmi klikkar á opnum þrist.


Brilli með 6 stig í röð en Snæfell náði smá áhlaupi með Magna fremstan í flokki. Benni tekur skynsamlegt leikhlé. Þurfum að halda eða auka forskotið fyrir leikhlé.


KR tekur leikhlé. 3:28 eftir.


Hlynur blokkar skot frá Pálma en KR á boltann.


Tyson vinnur boltann.


39-23, Brilli með þrist, nánast frá miðju!


36-23, Justin setur sniðskot.


Fannar klikkar á stökkskoti.


4:41 eftir.


Klikkar á vítinu.


Darri útaf, Fannar inn.


36-21, Magni með skot og villa á JJ. Augljóst skref.


36-19, Magni svarar með þrist.


36-16, Brynjar með frákast og þrist hinumegin!!!


Darri klikkar á sniðskoti eftir sendingu Tysons.


Hlynur og Jón inn, Pálmi inn fyrir Edo, 6 mín eftir.


Snæfell hendir boltanum útaf.


33-16, JJ með flotta hreyfingu.


31-16, Siggi með sniðskot eftir sendingu Justins.


Darri klikkar á sniðskoti, góð hreyfing samt.


Brynjar með þrist sem geigar. Boltinn útaf af Snæfell.

Árni brýtur á Brynjari, innkast.


31-14, seinna niður. Snæfell pressar.


Klikkar á fyrra.


Justin með tvö víti.


Edo ver sniðskot Justins en fær dæmda á sig villu. Matsatriði.


31-13, bæði niður.


JJ með eigið sóknarfrákast og Siggi brýtur á honum, 2 vítaskot. 7:29 eftir.


JJ inn fyrir Fannar sem er kominn með 6 stig.


Snæfell tapar boltanum aftur eftir mikinn darraðadans.


Villa dæmd á Darra. Innkast.


29-13, Fannar með sterka hreyfingu á Magna. 8:20 eftir.


Magni slær boltann útaf, Árni inn fyrir Hlyn.


Martin klikkar líka á þrist, KR í sókn.


Darri klikkar illa á þrist.


27-13, Siggi Þ með sniðskot.


27-11, Fannar í hraðupphlaupi. Hlynur klikkaði á þrist hinumegin.


Brynjar kominn inn fyrir Pálma.KR er að spila flotta vörn og boltinn er að rúlla vel í sókninni, en þetta er hvergi nærri búið.25-11 eftir fyrsta leikhluta.


Tyson tekur langskot sem rétt geigar.


Skref á Hlyn. 1 sek eftir.


25-11, Edo með gegnumbrot. 20 sek eftir.


23-11, Martin setur vítið.


Darri inn fyrir JJ.


23-10, Martin skorar og villa á Pálma. Þessi karfa átti aldrei að gilda þar sem Martin steig útaf 5 sek áður.


23-8, Edo með þrist 1 mín eftir.


Magni með loftbolta


3 sekúndur á Fannar. Magni inn fyrir Justin.


Fannar fær ruðning á Martin. 1:38 eftir.


Hlynur með sóknarfrákast.


Snæfell tekur leikhlé. 2:10 eftir af fyrsta leikhluta.


JJ klikkar á sniðskoti, en sprettar aftur og er nær búinn að stela boltanum. Endar í auglýsingaskiltunum.


Snæfell missir boltann.


20-8, Pálmi með þrist. KR náði tveimur sóknarfráköstum. Glæsileg sókn.


17-8, Hlynur með góða hreyfingu á Hrannar.


17-6, JJ með sniðskot. Kominn með 6 stig. 3:19 eftir.


Hlynur missir boltann, reikistefna meðal dómara en KR fær réttilega innkast.


Tyson með frákast, sóknarvilla á Edo.


KR missir boltann.


Magni og Siggi útaf, Jón Ólafur og Martin inn.


Fannar með varnarfrákast, Helgi brýtur á Pálma. Innkast.


15-6, Fannar setur sniðskot.


13-6, setur bæði niður.


Villa á dæmd á Pálma (1) Helgi Reynir með tvö vítaskot 5:17 eftir.


3 villur á Skarpa, hann skiptir við Edo.


13-4, Sola stal boltanum og fer í hraðupphlaup, sniðskot niður.


Villa á Sola, inkkast.


11-4, setur bæði niður.


Sola klikkar á þrist, Skarpi með frákast, Sola keyrir á körfuna og fær villu á Magna.


9-4, Siggi Þ eftir sóknarfrákast.


Tyson frákst en missir boltann. Augljóst fótur ekki dæmdur en Skarpi fær villu (2)


9-2, Pálmi drævar endalínuna og tekur reverse sniðskot.


Hlynur missir boltann.


7-2, JJ nær frákasti gefur á Tyson sem skorar í hraðupphlaupi.


Tyson klikkar á sniðskoti.


KR vinnur boltann. 8 mín eftir.


5-2, Skarpi köttar í gegnum teiginn og fær stoðsendingu frá JJ.


Siggi Þ. stígur á endalínuna, KR á boltann.


3-2, Skarphéðinn með þrist, náði sóknarfrákasti og driipplaði út.


0-2, Hlynur.


Skarphéðinn brýtur á Sigga Þ.


Fannar klikkar á post-up skoti.


Uppkast sem KR vinnur.
Byrjunarlið KR: Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Ingason, Pálmi Sigurgeirsson, JJ Sola og Tyson Patterson.


Byrjunarlið Snæfells: Magni Hafsteinsson, Hlynur Bæringsson, Justin Shouse, Sigurður Þorvaldsson og Helgi Reynir.Búgginn er með kynninguna á hreinu, það er gríðarlega stemmning í DHL-höllinni.Dómarar kvöldsins eru Sigmundur Már Herbertsson og Jón Guðmundsson. Bjarni Gaukur er eftirlitsdómari.15 mínútur í leik. Dyggir stuðningsmenn Snæfells mæta í rútuförmum suður í höfuðstaðinn. Það verður troðfullt hér í DHL-höllinni hér í kvöld.
 

 

Deila þessari grein