Körfuknattleiksdeild

Bikarúrslitaleikur KR – Skallagrímur Laugardag kl 1630 – Miðasala hafin

📁 Körfuknattleiksdeild 🕔14.February 2020

KR konur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik KKÍ og Geysis Laugardaginn 15. febrúar klukkan 16:30 með frábærum sigri á Valskonum. Mótherjinn er Skallagrímur sem unnu Hauka í hinum undanúrslitaleiknum.

Fjölmennum í Laugardalshöllina á laugardaginn!!!
Yngri flokka iðkendum KR er boðið í upphitunargleði í KR heimilinu milli 14 og 15 á laugardaginn þar sem boðið verður upp á “Bæjarins Bestu” pylsur og andlitsmálningu.
Mikilvægt er að við KR ingar styðjum við bakið á félaginu og liðinu með því að kaupa miða beint af KR.  Miðasala verður í KR heimilinu milli 17 og 19 í kvöld og aftur á morgun frá klukkan 12.
Einnig rennur ágóði miðasölu af KR linknum á TIX beint til okkar
Mætum öll í svörtu og hvítu og styðjum KR til sigurs!

 

 

Deila þessari grein